Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 33

Sameiningin - 01.11.1945, Síða 33
209 Til útgáfu blaðsins “Our Parish M'essenger” 75.00 Til Vancouver safn. (að meðtöldum sálmab.).... 544.65 Til Hallgrímssafnaðar (að meðtöldum sálmab.) 862.50 Til Girnli prestakalls (gjöf til húsbyggingar og sálmabækur) ................................ 225.10 Námsstyrkur til guðfræðistúdenta ............ 750.00 Alls $2,457.25 Styrkur meðtekinn frá Board of American Missions á síðastliðnum sex árum er alls að upphæð $22,770.31. Þar í viðbót hefir B.A.M. lánað söfnuðum til "byggingarþarfa $2,900.00. Guð hefir gefið okkur góðan og blessunarríkan árangur, þar sem trúboðsstarfið hefir undir Hans náðarríku hand- leiðslu verið unnið á skipulögðum grundvelli. Guð gefi að framtíðin veiti okkur margföld tækifæri til slíkrar bless- unar í árangursmiklu starfi á öllum trúboðsakrinum. Vissu- lega er sá mikli akur “hvítur til uppskeru”, — en verka- mennirnir eru of fáir. Tveir ungir menn eru við undir- búningsnám undir prestsstarf innan Kirkjufélagsins. Þeir eru Eric H. Sigmar og Hjörtur B. J. Leo. Fleiri ungir menn þurfa að fylkjast í lið með þeim. Myndi þá trúboðsvið- horfið fljótt snúast á ennþá betri veg. Árangurinn af heimatrúboðsstarfi okkar er góður. Guð gefi 'hann betri. Trúboðsnefnd Kirkjufélagsins. B. A. Bjarnason, skrifari nefndarinnar. Ræðugerð og áheyrn Ekki er það tilgangur minn að bera fram afsökun ræðu- mensku presta né annara; ekki heldur er hér borin fram ásökun í garð þeirra, sem hlýða á erindi manna, en eitt er það atriði í þessu sambandi, sem lítið er minst á. Það er sagt að ræður manna, sér í lagi prestanna, séu misjafnar, vegna þess að þeir séu misjafnlega fyrir kallaðir, mun það geta átt sér stað. Því er iðulega gleymt, að mat ræðunnar og áhrif fer oft og einatt eftir því, hve áheyr- endurnir eru fyrir kallaðir. Menn geta verið þreyttir, sifjaðir eða að öðru leyti illa á sig komnir, svo að ræður, jafnvel vel samdar og vel fram

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.