Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1943, Síða 13

Sameiningin - 01.11.1943, Síða 13
107 stýrði ársfundinum, en aðalmál hans var “Þjóðerm og kirkja”. Að loknum ítarlegum umræðum um þau mál, var mjög ákveðin tillaga samþykkt í þjóðræknisáttina, og er fyrsti liður hennar á þessa leið: “Prestar staddir á 25. aðalfundi Prestafélags íslands bindast samtökum um að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess, að þjóðin standi á verði um menningu sína og tungu og annað það, er stuðlar að sönnu sjálfstæði hennar á kristilegum grundvelli — og beinir þvi til annara með- lima félagsins og félagsdeildanna að hefjast handa í þessu efni.” í tilefni af 25 ára afmæli félagsins kom út stórt og prýðilegt hefti af tímariti félagsins, “Kirkjuritinu”, þar sem saga félagsins er skilmerkilega og nákvæmlega rakin. Leyfi eg mér að vísa lesendum til umsagnar minnar um afmælis- rit þetta í “Lögbergi” fyrir stuttu síðan. Sýna gerðir aðalfundar Prestafélagsins, eigi síður en samþykktir og störf Prestastefnunnar, að prestastéttin ís- lenzka er vel vakandi og ber mjög fyrir brjósti, heill og heiður og framtíð þjóðar vorrar; en öllum heimaöldum sonum hennar og dætrum mun það metnaðarmál, að hún gangi sigrandi af hólmi í baráttunni við þær hættur, sem hún á nú við að stríða. Efiir séra H. Sigmar. I Til Seaiile, Washingion. í byrjun júlí-mánaðar lá leið mín til Seattle í Wash- ingtonríki. Á þeirri ferð var eg í fylgd með tengdamóður minni, Mrs. Eriku Thorlaksson, er var að heimsækja börn sín á vesturströndinni, og með syni mínum og tengdadóttur, sem voru að hverfa til hins nýja starfssviðs síns hjá Hall- grímssöfnuði í Seattle. Þessi ferð féll mér x skaut, af því mér hafði verið auðsýnt það traust, á nýafstöðnu kirkju- þingi okkar, að kjósa mig forseta kirkjufélagsins íslenzka og lúterska. Vegna hins nýja embættis varð það hlutskifti mitt að setja son okkar hjónanna, Harald Steingrím Sigmar

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.