Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1929, Page 12

Sameiningin - 01.12.1929, Page 12
362 II. Enn er bjart um bernsku tíð, Brosir jólastjarnan fríð.— Hún er andans heimi jól, Hún er lifs rníns vonarsól. Jeg held enn mín jól sem barn, Jesús lýsir æfihjarn.— Tregans bót og trúar skjól Tengd eru við mín æsku jól. Jólin hringi’ inn jólablæ, Jóla yl í sérhvern bæ; Jólaljós og jólatré, Jóla kærleiks stormahlé. Jónas A. Sigurðsson. Eftir Séra Sig. Ólafsson. “Nlú sitjum við hljóð á helgri nótt við hjartnæman minningaklið,—- á mannkynsins sviptignu sólskins-nótt, er sveipar alt ljósi og frið.” (^Guðm. Guðmundsson). Jólin eru nú óðum að færast nær! Skammdegið, sem nú stendur yfir, er fyrirboði ljóssins helgu hátiðar, sem i hönd fer. Börnin bíða óþreyjufull og telja dagana, sem hægt og rótt líða hjá,—og þeirn finst sem jólin muni aldrei ætla að koma.— Og eftirlöngunin eftir komu jólanna er ekki tákmörkuð við yngri börnin, heldur kennurn við eldri börnin sæluþrunginnar eftir- væntingar í sál við nálægð jólanna. 'Minningar um hjáliðin gleði- rík jól, lætur okkur hlýna um hjartarætur. Birtan frá Betlehems- völlum þrengir sér í gegnum hrímþoku hversdagslífsins. Kuldinn hlýnar þér í sál, og: “Þú gleðst, en klökknandi kemst þó við, er klukkurnar helgu Iboða, þér sekum og veikum fró og frið, og frelsisins morgunroða.” Jólafögnuðurinn 'berst um breiðfelda jörð, hvarvetna þar sem boðskapurinn um fæðingu frelsarans hefir verið boðaður. Kærleiksylurinn snertir hjörtun; sáttfýsi mannanna og löngun

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.