Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 15
Jólabarnið Eftir Séra Jónas A. Sigurðsson. t ljóÖi eftir eitt höfuÖskáld Breta, lætur skáldiÖ guðhræddan öldung vera hugfanginn af þeirri athugan, aÖ Guð valdi jörð vor mannanna, úr öllu hinu dásamlega hnattakerfi himnanna, til að vera starfsvið sonarins,—sýna einmitt hér sjónleik guðlegs kær- leika, er birti alla elsku föður vors á himnum, gagnvart börnum jarðarinnar. Eitthvað svipað þessu vakir fyrir þeim, er þessi orð ritar. Flestum mun skiljast, að Guð elskar heiminn, og þá mennina er jörðina byggja. Fáir neita þeirri hugsun né efa það erindi. En þá flýtur óhjákvæmilega af því, að faðirinn vill opinbera mönn- unum kærleika sinn. Hann vill tjá mönnum sitt föður ráð, segja Jæim frá sínum friði og lýsa velþóknan sinni yfir öllum góðum mönnum,—Jaeim, er hans vilja rækja. Guð vill gleðja sín börn með frið og frelsi. Hann kýs eðlilega að vitja þeirra sjálfur, leiða J)au sér við hönd, eins og faðir leiðr barn, ’og túlka þeim réttlæti og sannleika. Að sjálfsögðu vill hann tala sín orð til barnanna og kenna þeim tungumál kærleikans. Hann vill að Jtau læri, i raun og veru, föðurást og bróðurþel, guðsást og mannást. Hann vill helga mannshjartað og þroska manninn fyrir lífið. Hann vill kenna mönnum að lifa, og búa þá undir að deyja. 1 þessum tilgangi kom Jesús Kristur til jarðarinnar. Einlægur kærleiki Jrráir að opinbera sig. Við það kannast, hygg eg, flestir menn. Kærleiki ófullkominna manna æskir þess. foreldrin fýsir að tákna börnum sínum æðstu hugsjónir og kær- leikshvatir. Þau leiðbeina þeirn, kenna þeim og gefa þeim. í þvi skyni leggja jarðnesk foreldri mikið i sölurnar. Getur nokk- ur hugsað sér kærleika Guðs ófúsari að fórna,—tregari til hjálp- ar og til samfunda við barnið sitt, en vér menn erum ? Eins lengi og Guð er frsákilinn og fjarlægur mönnunum, ó- endanlega æðri en Jjeir, birtist þeim með útvortis táknum, sem rödd af himni eða runni sem logar, verður tæpast af fullkominni kærleikseining Guðs og manna. Og Jrótt hann sendi Jreim spá- menn og löggjafa, fær kærleiks vilji Guðs naumast á þann hátt náð fullu valdi á hjörtum og lífi mannanna alment. Mannkynið á sínar sérstöku takmarkanir, og sitt sérstaka eðli. Og faðirinn á himnum tekur tillit til slíks.— En hver er þá hinn bezti vegur guðlegs kærleika til vor mann- anna ? Hvaða opinberun, urn þá föðurást, verður þorra mannanna auðskilin og ógleymanleg?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.