Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Síða 18

Sameiningin - 01.12.1929, Síða 18
skilið. Hann tók ávalt málstaö lítilmagnans og tekur hann enn. Hinir fótumtroðnu, litilsvirtu, fyrirlitnu og niðurníddu hafa ætíð fundið athvarf, skjól og uppörfun hjá Jesú. Hið bezta. sem til er í menningunni, á rót sína að rekja til hans. En það er eitt atriði, sem mig langar til aö benda á sérstak- lega í þessu sambandi. Jesús gaf heimi-tmm barnslundina. Hroka- lundin og hégómagirnin réðu lofum og lögum á undan komu hans, og þessar skemtilegu og háæruverðugu systur gjöra það enn í dag, þar sem að Jesú er útskúfað. En áhrifin hans skapa barns- lundina í hvívetna! Einhver allra gáfaðasti fræöimaðurinn hjá þjóðflokki vorum var kallaður “spekingurinn með barnshjartað” og aðal söguhetj- an í einni merkustu skáldsögu Islendinga er kallaður “mikilmenn- ið með barnshjartað.” Þetta er mjög eftirtektarvert. Annars, getur nokkur verið spekingur eða mikilmenni án barnshjartans:’ Eg held ekki. Auðvitað verða ekki allir miklir eða vitrir, sem barnslundina eiga, en allir verða meiri og vitrari fyrir það að eignast hana, og barnslundina fá menn eingöngu vegna samfé- lagsins við frelsarann. Aður en Jesús kom voru börn alment fyrirlitin, eins og alt annað lítið og vanmáttugt. Á meðal þjóðanna var það alls ekki álitið glæpur að stytta ibörnunum aldur, ef þau voru ekki efnileg eða hraust. Bn Jesús clskaði börnin—elskaði þau um fram alla aðra. Foreldrar komust að þessu og færðu honurn börnin sín til þess að hann skyldi snerta þau, en lærisveinarnir ávítuðu þau. En er Jesús sá það gramdist honunr það og hann sagði við þá: “Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðsrikið. Sannlega segi eg yður: hver sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn i það koma.” Og hann tók sér þau i fang, þrýsti þeim að brjósti sínu og vörum, lagði hendur yfir þau og iblessaði þau. Lærisveinarnir voru að þrátta um það, hver þeirra mundi verða mestur í himnaríki. Var það ekki mannlegt? Hafa ekki mennirnir ávalt veriö að þrátta um æðstu sætin, um virðingarstöð- urnar, um völdin, um tignina, um auðinn. En Jesús kom að og heyrði ávæning af þessu hégómlega tali þeirra, og hann vék sér afsíðis, sótti litið barn og setti það þeirra á meðal og mælti: “Sá er rnestur, sem að líkist þessu barni.” Hjá honum er barnslundin gjörð að skilyrði fyrir því, að rnenn fái inngöngu inn í guðs ríki og einnig fyrir öllum þroska þegar þangað er komið. En hvað er barnslundin ? Hvað eru helztu einkenni bernsk-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.