Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.12.1929, Qupperneq 20
Frœkorn Eftir Séra R. Marteinsson. “1 fornöld á jörðu var frækorni sáö, þaö fæstum var kunnugt, en sumstaöar smáö. Þaö frækorn var Guösrilki’ í fyrstunni smátt, en frjófgaöist óSum og þroskaSist brátt.” Um þaS frækorn hugsum vér á jólunum, um litla unga lífiS í jötunni í Betlehem—en í þessu veika, blaktandi lifi voru allir mögu- leikarnir, sem síSar hafa þroskast og orSiS aS 'kristinni kirkju á jörS- unni. Og þetta veika frækorn var lengi vel forsmáS og fyrirlitiS. Ætli þeir séu ekki margir jafnvel enn i dag, sem ganga fram hjá Kristi og kinkju hans? í fornöld “kom hann til sinna og hans eigin meStóku hann ekki.” Mér koma í hug margvísleg önnur frækorn, sem sætt hafa álíka meSferS. Frækornin geymdu í skauti sínu dáSríka framtíS, en margir voru erfiSleikarnir, margir óvinirnir, og veika lífiö varS norSan næS- ingunum aS bráS fyr eSa síSar. MeSal jurtanna eru þau fleiri, já, miklu fleiri, frækornin, sem deyja heldur en þau, sem verSa aS þroskaöri jurt. Má vera, aö hiS sama sé tilfelliS meS fraökorn andans. Hver getur sagt? Islenzk þjóS er aSeins ofurlítill frjóangi borin saman viö trjá- jötna þjóSanna. Þessi teinungur var líka rétt kominn aS því aS hverfa úr sögunni, en hlýrri vindar blésu og sólin sendi geisla sína, svo hann tók aS nýju aS dafna. Þessi örlitla þjóS, ekki einu sinni eins fjölmenn og meSal-'borg í Ameríku, á samt yfir all-miklum hæfileikum aS búa, en hún er stundum blind, sér ékki hvaS hún sjálf á, sérstaklega hér vestra fer hún illa meS mörg frækornin, sem hefSu getaS orSiS aS fögrum og nytsömum jurtum. Islenzkt skáld sagSi um íslenzka konu, er lokiS hafSi æfigöngu sinni: “Alt gott og satt, alt hreint og hátt í hvívetna lét hún skarta, og margt eitt stráiS lítiS og lágt, hún lagSi viS móöurhjarta. Svo frjóvgast, sagSi hún, fræiö smátt, aS finni þaS ylinn bjarta.” Hver eru hin sönnu áhrif jólanna? Nákvæmlega þau aö leita aS öllu hinu veika og hlúa aö því, leggja frækornin upp aS móSur- hjartanu og vekja þeim líf. Islendingar eiga óneitanlega mikiS af þessu hjartalagi. Menn merja oft frækornin sundur fyrir athugunar- leysi.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.