Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 27
þess aö eignast nokkuð af hans anda. Eg vil benda yður á það í allri einlægni og alvöru að þar til kristindómurinn fær á ný að vera borinn frarn af vörum Kristins almennings, má au'ka tölu presta í hið óendanlega, bæta við skrifurum og öðrum föstum starfsmönnum i það ýtrasta, og þó mun ekkert úr verSa.” —K. K. Ó. Gjafir frá fslandi til Jóns Bjarnasonar skóla Eitt af því, sem vakti athygli mína á feröalagi mínu á íslandi síS- astl. sumar, var hve glöggur skilningur þar ríkir alment á ástæSum Vestur-lslendinga. ÞaS sem ósanngjarnt hefir veriS sagt í vorn garS af einstöku mönnum, hefir ekki fest rætur hjá mörgum. Hefir þar samúö og hleypidómalaus dómgreind koniiS að liSi. Þó aS bréfa- skriftir séu ekki eins tíSar á milli og æskilegt væri og þó aS blöSin héðan að vestan eigi ekki aS fagna almennri útbreiðslu á ættlandinu, þá eru þar furðu margir, sem fylgjast meS i því, sem hér er verið aS gera og þykir vænt um alt er þeir frétta af frændum sínum hér vestra, er ber vott um framsókn þeirra og menningarlegan þrótt. Og vægt fanst mér vera tekiö á þvi, sem aS er hjá okkur Vestur-íslendingum. Miklu meiri tilhneiging til aS meta en aS dæma. Eölilega er þar sérstaklega gefinn gaumur því, sem fréttist héS- an um félagsmál okkar og ræktarsemi við feðra-arf og tungu. í NorSurálfunni er nú víða mikill áhugi á íslenzkunámi. Fjölda marg- ir ÞjóSverjar, Englendingar og Skotar leggja sig nú eftir að læra íslenzku, og eru alls ekki Ihikandi meS tilliti til þess aS það hafi gildi. Um þetta þykir íslendingum eSlilega vænt, og er þá ekki furða aS þeir hafa gát á því meS Vestur-íslendingum, sem bendir til að þeir, einnig telji þaS menningarlegan gróSa að halda viS sem lengst ís- lenzku máli og sambandi viS íslenzkar bókmentir og íslenzka þjóð. íslendingum þykir vænt um menn eins og próf. Gordon, kennara í ís- lenzku eða forn-norrænu viS háskólann í Leeds á Englandi, sem þrátt fyrir það að hann er upprunninn frá British Columhia i Canada og var Rhodes verSlaunamaður þaðan er slíkur áhugamaSur um alt ís- lenzkt aS liann talar íslenzku lýtalaust sjálfur og vekur nú sterka hreyfingu á Englandi í þá átt að styðja að íslenzkunámi á þeim grundvelli meðal annars að þekking á íslenzku sé nauS'synleg ihverj- um manni, er læra vill ensku til hlýtar, en líka vegna þess gróða sem þaS veiti aS kynnast þjóðinni og bókmentum hennar á eigin máli. En ébki síöur er þaS kært íslendingum aS vita aö Canadamenn og Bandaríkjamenn af islenzkum ættum séu áhugamenn utn íslenzkt mál og íslenzka menning. Sú trygð snertir meir í hjartastaS, þar sem bræSur eiga í hlut. Enda fann eg til þess aS eftir öllu þessháttar var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.