Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 23
373 þaö ekki ókostur þó messan væri nokkuö löng, því þeim mun lengur fekk maöur að njóta jólatrésins og þess, sem það prýddi. AÖ því kom að jólasamkoma barnanna hófst. Var þá kveikt á kertunum á trénu. Slíkri ljósadýrö var maður ekki vanur. Kertin voru með ýmsum litum, en heimatilbúin kerti höfðu ætið verið með tólgarlit. Börnin sungu og lásu upp, eins og til stóð og fór alt vel fram. Þá var farið að útbýta jólagjöfum og sælgæti meðal barnanna. Brjóst- sykur sá, er venjulega nefnist candy, var þá ekki dagleg munaðar- vara i fátæku 'nýlendulifi. Börn, sem nú alast upp i bygðum vorum, hafa óglögga hugmynd um hvaða fengur það var þá fyrir okkur að fá smápoka með þessu góðgæti i. Það var stórviðburður i lífi okkar. En það' dreyfði þó ekki huganum frá voninni, að maður kynni að hlotnast að auki eina af gjöfunum á trénu eða við það, sem flestar voru eitthvert smá leikfang—en þó afar girnilegt í huga okkar allra. Nú var þrautin mesta að sjá gjöfum útbýtt til ýmsra umhverfis sig, en vera sjálfur ekki búinn að fá neina gjöf. Þá er eg viss um að margir svitnuðu af angist, er þeir kviðu þvi að verða útundan. En furðanlega rættist úr. Allir munu ihafa hlotið eitthvað, þó nokkuð ójafnt muni hafa verið hlutskifti barnanna þarna, eins og oft vill verða við slík tækifæri. Eg man að það rættist úr fyrir mér þannig að eg hlaut hljóðpípu, er mér þótti gersemi hin mesta, þvi bæði var hún girnileg á að líta og svo bjó hún yfir miklum möguleikum til að gera hávaða, og féll það vel í smekk. En við slík tækifæri man eg eftir því að séra Friðrik bað okkur þesá ætíð að forðast allan hávaða og skvaldur með leikföng okkar, svo það ekki truflaði jólahelgina. Kannast allir 'hinir eldri við þann frið og ró er hvíldi yfir öllu í íslenzku jólahaldi, sérstaklega á jólanóttina. Hefir mér ætið síðan eg fór að geta metið með dómgreind endurminningar frá barnæsku, fundist endurminningin um þeunan blæ hátíðahaldsins hafi skilið eftir hjá mér meira verðmæti en flest eða alt annað. ‘Helgi hátíðarinnar komst þannig inn í hug fbarnanna og meðvitund. Andrúmsloft helg- innar var lotning. Eitt af þvi sem jólatiðin er auðug af er endurminningar, sem tengdar eru við jólin, í huga mínum, skipar endurminningin um þetta fyrsta jólatré alveg sésrtakan sess. Margt hefir bætst við er fjöl- skrúðugra er, en það skyggir e’kki á þetta fátæklega jólahald og fá- tæklega jólatré í skólahúsinu. Mér finst stundum að eg mundi einkis frekar óska en að oss mætti takast að s'kilja börnum vorum eftir endurminningar um jólahald nú, sem geti í framtíðinni gert þeim eins hlýtt um hjartaræt- urnar og endurminningar þær, sem hér hefir verið vikið að og aðrar þvílíkar hafa gert okkur, sem uppalin vorum á frumbýlingsárunum. K. K. 6.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.