Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 11
3öl að hrifa oss mennina burtu frá hinni márgþættu samkepni, sem svo mjög vill leggja á oss fjötra sína. Þaö mun vera þetta, tilraunin til að sýnast, sem einna mest skyggir á kærleikann i jólagjöfunum. Ekkert ráð sé eg við þessu böli annað en það, að hverfa í anda til Jesú Krists, og láta óbrotinn, hreinan kærleika hans ráða öllum jólagjöfum sínum . Menn gæfu þá ekki til a‘ð sýnast, en rnenn gæfu af hreinum velvildarhvötum. Ef menn létu anda Jesú Krists stjórna sér, yrðu sumar gjafimar ógefnar, en ekki gengið fram hjá verulegustu þörfunum. Hvatirnar til að gefa yrðu þá sannari, jólin yrðu mönnum gleðiríkari og menn losuðust þá við kvölina af því að sýnast, en hefðu sannari mælikvarða á verð- rnæti lífsins. Eöngunin eftir hinu sanna, einfalda, sterka fylti hug Matthí- asar Jochumssonar, er hann sagði: “Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu, lofti, jörð og sjá!” Með þessu er alls ekki sagt, að enginn ætti að gefa, ef hann finnur til. Sagan í grasgarðinum sýnir, að Jesús fann til þegar hann tæmdi bikarinn, sem Faðirinn vildi, að hann tæmdi. Spurðu sjálfan þig: Hvernig var kærleikur Jesú Krists? Látutn svo anda hans stjórna öllum jólagjöfum vorum; þá verða þær kærleiksfórnir. J1929.) I. Eg heyri kærleikann kalla: “Ó, kom þú aftur til mín!— Mitt föðurþel elskar alla, Sem elskarðu börnin þin.”— Er ljúfasta lífsins stjarna Nú lýsir upp allan geim: í fagnandi fylgd Guðs barna Eg fylgi þvi ljósi—heim. Um frið sungu englar forðum, Og frelsarans náðarskjól. —Eg trúi þeim uppheims orðum, Og óttalaus held því jól.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.