Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 30
380 endum hans, og þá ekki sízt vegna þess aS þær eru vottur ekki ein- ungis um hugarþel þessara ágætu manna, heldur líka vottur um anda sem víða ríkir á íslandi í garS Vestur-íslendinga og stofnana þeirra. Kristimv .K Ólafson. Ekki nema lítill drengur HlustaSu á mig, sonur minn. Þetta segi eg viö þig, þar sem þú sefur í rúminu þínu, litla krumian bæld undir annari kinninni, ljósu lokkarnir þínir flakandi um vott enniö þitt. Eg hefi læöst aleinn inn í litla herbergiö þitt. Áöan sat eg í bókaherberginu og las dagblaöiö, og þá fékk eg svo sáran samvizku-sting, aö eg gat ekki stilt mig um aö konia til þín, svo sekur sem eg er, Margt flaug mér í hug, sonur minn. Eg haföi verið styggur viö þig. Eg skútaöi þig þegar þú varst aö búa þig í Skólann, af því þú straukst þér um andlitið lauslega með handklæðinu og lézt þar við sitja. Eg ávítaði þig fyrir að busta ekki skóna þína. Eg kallaði byrstur til þín, þegar eg tók eftir að þú haföir fleygt sumum fötunum þínum á gólfið. Við matborðiö í morgun var eg vondur við þig. Þú haföir sett niður. Þú gleyptir í þig matinn. Þú studdir olnboganum fram á borðið. Þú hrúgaðir smjöri á brauðið þitt. Og þegar þú fórst út að leika þér, og eg þaut út í vagninn, kallaðir þú “vertu sæll, pabbi.” Þá hleypti eg brúnum og sagöi ekki annað en: “Stattu uppréttur, strákur.” Svo gerðist sania sagan aftur í kvöld. Eg kom eftir akveginum upp brekkuna. Eg sá þig. Þú varst á knjánum og lékst þér að glerkúlum. Göt voru komin á sokkana þína. Eg auðmýkti þig frammi fyrir leikbræðrum þínum með því að reka þig á undan mér heim í húsið. Manstu eftir því, nokkru seinna, aö þú komst inn í bókastofuna, þar sem eg sat og las. Þú komst hljóðlega og það skein sársauki úr augum þínum. Þegar eg leit upp úr blaðinu stóðst þú við dyrnar og hikaöir þér. "Hvað viltu mér?” sagði eg byrstur. Þú svaraðir engu, en komst hlaupandi til mín og vafðir örmunum þínum um hálsinn á mér og kystir mig. Litlu armarnir drógu mig að þér með ástarafli, sem Guð hafði gefið hjarta þínu, og vanræksla mín hafði ekki megnað að taka frá þér. Og svo fórstu frá mér og hljópst upp stigann. Jæja, sonur minn, rétt á eftir varð eg gagntekinn af skelfingu. Hvað var vaninn búinn aö gera úr mér? I eðli þínu var svo margt gott og fagurt. Þú áttir ekki þessa meðferð skilið, barnið mitt. Ástin þín var eins heið eins og morgun-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.