Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.12.1929, Blaðsíða 29
379 g'jöf mundi koma sér vel, og mátti fþess af honum vænta. En annars er þessi gjöf greinilegur vottur um þann velvilja og hlýhug, sem for- sætisráðherra ber til skólans og þeirra hugsjóna er hann vill þjóna eins og líka til Vestur-íslendinga yfirleitt, um leið og ihér kemur fram andi og hugarþel íslenzku þjóSarinnar túlkað af hennar eigin stjórn. Og er eg þess fullviss að stjórnin kemur hér fram mjög i anda ís- lenzkrar alþýðu. Hjá henni andar ekki kalt aS Vestur-lslendingum —og i þessu efni einnig á þaS viS aS alþýSan er þjóSin. Þær undan- tekningar, sem kunna aS vera til, sanna aSeins regluna. Myndirnar, sem iskólanum hafa veriS sendar, eru þessar: 1. Áning á Laugardagsvöllum, konungskoman 1921. 2. Dyrhólar í Mýrdal. 3. Dverghamar á SíSu. 4. Fjársmölun viS GaukshöfSa í Þjórsárdal. 5. BæjarstaSaskógur í Austur-Skaftafellssýslu — Öræfajökull í baksýn. 6. Almannagjá—Arnarfell í baksýn. Myndirnar eru allar ljósmyndir af vönduSustu gerS, teknar af hr. Ólafi Magnússyni, konunglegum hirSljósmyndara i Reykjavík. Er hann meðal annars mjög nafnkendur einmitt fyrir listfengi sitt í sam- bandi viS landslagsmyndir. Er hér því aS ræSa um mjög verSmæt listaverk, sem þola samanburS viS þaS bezta hjá öSrum þjóSum á þessu sviSi, auk þess aS myndirnar eru mjög gott sýnishorn íslenzkr- ar náttúru og landslags. Hvort sem þvi er litiS á ræktarsemi þá, sem er aS baki þessari gjöf, listagildi myndanna sjálfra eSa þýSingu þeirra fyrir íslenzka mentastofnun i Vesturheimi, þá verSur ekki of mjög gert úr verSmæti þeirra. Er þetta hinn verulegasti fengur fyrir Jóns Bjarnasonar skóla og vestur-íslenzkt mannfélag, VerSur þaS tilkynt í íslenzku blöSunum, þegar myndirnar verSa komnar upp á veggi í ákólanum og almenningi veittur aSgangur aS sjá þær. ASra gjöf til skólans frá Islandi ber mér einnig aS tilkynna. MeSan eg var gestur í Reykjavík í sumar gerSi sér ferS á minn fund prófessor Eiríkur Briem í ViSey, skólabróSir og aldavinur dr. Jóns Bjarnasonar. Er séra Eiríkur nú 83 ára gamall, hvítur fyrir hærum en teinréttur, höfSinglegur á svip en hinn ljúfmannlegasti og meS óskert andlegt atgerfi. Var erindi hans viS mig sérstaklega þaS aS hann vildi gefa Jóns Bjarnasonar skóla eintak af GuSbrandar biblíu og “Ættartölur Snógdalíns,” sem eru skifaSar. Hér er því aS ræSa um mjög dýrmæt rit, sem gefin eru skólanum af hlýhug og löngun til þess aS hann mætti varSveita sem allra mest af íslenzkum verSmæt- um og vera miSstöS, þar sem geymast mætti sem mest af mynjum ís- lenzkrar menningar. Eru rit þessi í bráS í geymslu á Landsfoókasafni íslands. Vel sé hinum aldna höfSingja fyrir þessar rausnarlegu gjafir. Eru þessar gjafir mjög kærkomnar skólanum og öllum aSstand-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.