Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 6

Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 6
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR6 sex saman í p akka ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 58 61 0 4 /0 9 ALLT Á HVOLFI SKEMMTILEGT MARMELAÐI Kynning í Hagkaup, Skeifunni föstudag og laugardag Nýtt marmelaði, ný áferð – engin heil ber HÚSNÆÐISMÁL Allt að 108 pró- senta munur er á leiguverði á höfuðborgar svæðinu og neyslu- viðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verð- könnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi. Alls tóku 817 einstaklingar þátt í könnun NS, sem stóð yfir í tæpan mánuð. Um 85 prósent svarenda leigja á höfuðborgarsvæðinu. Neysluviðmiðin eru byggð á upp- lýsingum frá Hagstofunni. Björn Þór Hermannsson hjá velferðar- ráðuneytinu segir eina ástæðu mis- munarins vera að í upplýsingum Hagstofunnar sé ekki vitað hver leigusali sé. Hugsanlega búi þátttak- endur hjá vinum eða ættingjum og húsnæðiskostnaður hjá þeim sé þar með mun lægri en gengur og ger- ist á hinum almenna leigumarkaði. Slíkt gæti skekkt útkomuna veru- lega. „Það er mjög gott að fá upplýsing- ar eins og koma fram í könnun NS,“ segir Björn Þór. „En eins og með allar kannanir þarf að taka henni með ákveðnum fyrirvara.“ Björn Þór segir útkomuna ekki hafa komið á óvart, en neysluvið- miðin séu þó byggð á raunveruleg- um svörum hjá fólki. „Mörgum kann að finnast það skrýtið, vegna þess að hinn almenni markaður er klárlega mun hærri,“ segir hann og bendir á að hugsan- lega sé sá hópur sem svari könnun NS ekki sá sami og í upplýsingum Hagstofunnar. Norðurlöndin taka húsnæðismál ekki inn í sín neysluviðmið. Rökin fyrir því eru að kostnaður við hús- næði er svo breytilegur að ekki er rétt að gefa út viðmið úr upplýs- ingum Hagstofunnar. Betra sé að fjölskyldur bæti raunútgjöldum við hin opinberu viðmið, eins og kemur fram í skýrslu um neysluviðmiðin. Síðasta könnun á leiguverði hér á landi var gerð fyrir 12 árum af Hag- stofunni. NS telja eðlilegt að stjórn- völd sinni þessum stóra málaflokki, sem er orðinn sá viðamesti innan samtakanna, með því að taka upp ítarlegri rannsóknir og greiningu á leigumarkaði. Velferðarráðuneytið hefur sett á fót samráðshóp sem skoðar mögu- leikana á að efla leigumarkað hér á landi í samstarfi við einka aðila. Ráðuneytið sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem það sló varnagla við könnun NS. Úrtakið hefði ekki verið valið samkvæmt viðurkennd- um rannsóknar aðferðum og því væru niðurstöðurnar umdeilan legar en vert væri að skoða þær nánar. sunna@frettabladid.is Leiga allt að tvöfalt hærri en viðmiðin Könnun NS á leiguverði sýnir að neysluviðmið ráðuneytisins vegna húsaleigu eru algjörlega óraunhæf miðað við almennan markað. Allt að 108% munur á leiguverði í raun- og neysluviðmiðum. Fyrsta leiguverðskönnun á landinu í 12 ár. LEIGA Í REYKJAVÍK Leiguverð á Akureyri er um 85 prósent af leiguverði í Reykjavík að meðaltali. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Niðurstöður NS bornar saman við neysluviðmið Höfuðborgarsvæðið Neysluviðmið Leigukönnun NS Munur á fm 71 fm íbúð 69.448 krónur 107.348 krónur 54,6% 104 fm íbúð 75.472 krónur 130.718 krónur 73,2% 138 fm íbúð 81.497 krónur 158.382 krónur 94,4% 172 fm íbúð 87.522 krónur 163.017 krónur 86,3% 202 fm íbúð 93.097 krónur 194.556 krónur 108,9% Auglýsingasími DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ganga í skrokk á barns- móður sinni og fyrrverandi sam- býliskonu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ágúst 2009 ráðist á konuna á heimili hennar, gripið í höfuð henn- ar og slegið því niður í eldhúsborð íbúðarinnar. Þá sneri hann konuna niður í gólfið, samkvæmt ákæru. Konan hlaut talsverða áverka. Daginn eftir réðst hann aftir inn í íbúðina og inn í svefnherbergi kon- unnar. Hann vakti hana og sneri upp á fæturna á henni þegar hún neitaði honum um leyfi til að sofa á sófa í stofunni. Nokkru síðar réðst hann á kon- una á bifreiðaplani við Háskól- ann á Akureyri, felldi hana í jörð- ina, sparkaði í bak hennar og barði hana ítrekað í hnakkann. Þá segir að hann hafi tekið af henni farsímann og kastað honum að henni þannig að síminn eyðilagðist. Enn hlaut konan ýmsa áverka, þar með talið skerta hreyfigetu í baki. Loks réðst maðurinn inn til henn- ar tveim dögum síðar og fór ekki fyrr en lögreglan handtók hann. - jss Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta: Réðst ítrekað á barnsmóður sína HÉRAÐSDÓMUR Héraðsdómur Norður- lands eystra kvað upp dóminn í gær. ALÞINGI Skipan stjórnlagaráðs mundi skapa vont fordæmi og leita ber annarra leiða til að endurskoða stjórnarskrána, að mati Helga Hjörvar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, sem hyggst ekki styðja tillögu stjórnarflokkanna um stjórnlagaráð. „Með tillögu um stjórnlagaráð freist- ar einfaldur meirihluti Alþingis þess að löggilda óbeinlínis það sem dómarar Hæstaréttar hafa ógilt. Það er vont for- dæmi vegna þess að við höfum sett dóm- ara Hæstaréttar til að gæta að mannrétt- indum, lögum og reglu, og það væri ófært ef Alþingi legði það í vana sinn að löggilda jafnharðan það sem dómararnir ógilda,“ sagði Helgi á Alþingi í gær. Helgi segist vera ósammála Hæsta- rétti um að ógilda hafi átt kosningarnar, en ákvörðun réttarins beri engu að síður að virða. Ætli menn samt að fara þessa óheppilegu leið þurfi að breyta því sem segir um þjóðaratkvæðagreiðslu í tillög- unni. „Ef menn ætla að setja það góða fólk sem hér um ræðir til þeirra verka að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá með þessu óheppilega og takmarkaða umboði finnst mér lágmark að því sé sá sómi sýndur að það fái umboð til að leggja tillögu sína fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu áður en málið kemur aftur inn til þingsins.“ - sh Stjórnarþingmaður segir vont að löggilda það sem Hæstiréttur hefur ógilt: Helgi andvígur stjórnlagaráði HELGI HJÖRVAR Telur þú þig vera jákvæða manneskju? Já 79% Nei 21% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú átök vélhjólagengja? Segðu skoðun þína á Visir.is. VINNUMARKAÐUR Allt að 370 millj- ónum króna verður varið í átak til að fjölga sumarstörfum fyrir atvinnuleitendur og námsfólk. Vonast er til að átakið skapi 900 störf. Vinnumálastofnun stýrir átakinu í samvinnu við ríkis- stofnanir og sveitarfélög. Atvinnuleysistryggingasjóður ver allt að 250 milljónum króna í verkefnið. Ríkið tryggir með mótframlagi að opinberar stofn- anir geti greitt laun samkvæmt kjarasamningum. - þj Átak í sumarstörfum: 370 milljónir í atvinnusköpun KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.