Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.03.2011, Qupperneq 8
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR8 SKÓLAMÁL Meirihluti Besta flokks- ins og Samfylkingar í Reykjavík hyggst spara sem nemur 414 millj- ónum króna á ári á menntasviði þegar breytingar og sameining- ar í skólakerfi borgarinnar verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2014. Þ et ta kom fram í gær þegar kynnt var skýrsla starfs- hóps um sam- e i n i n g u o g samrekstur í skólaumhverfi Reykjavíkur. Áætlanir gera ráð fyrir að þessar aðgerðir muni spara borgarsjóði rúman milljarð króna á næstu fjór- um árum. Heildarútgjöld borgarinn- ar til grunnskóla, leikskóla og frí- stundaheimila í ár eru, samkvæmt fjárhagsáætlun, um 32,5 milljarðar króna. Sparnaðurinn kemur ekki allur fram strax, meðal annars þar sem stjórnendur sem sagt er upp störfum eiga rétt á biðlaunum. Alls er um 23 tillögur að ræða þar sem 14 snúa að sameiningum 30 leikskóla, þrjár tillögur lúta að sam- einingu sex grunnskóla og þrjár að breytingum á skólastarfi í fjórum grunnskólum. Þá snúa tvær tillögur að samein- ingu grunnskóla, leikskóla og frí- stundaheimila og auk þess er stefnt að því að á næsta ári verði sameigin- leg yfirstjórn með öllum frístunda- heimilum og grunnskólum í borg- inni. Jón Gnarr borgarstjóri sagði á fundinum að skýrsla hópsins væri tímamótaverk. „Breytingarnar sem hér eru kynntar eru ekki hugsaðar sem tímabundnar kreppulausnir eða skyndilausnir, heldur framtíðar- lausnir sem hugsaðar eru til að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð.“ Jón sagði að með þessum tillögum væri búið að tryggja öllum börnum leikskólapláss fyrir næsta vetur, en sökum stærri árganga mun börnum fjölga um 360 á næsta ári. Þá segir meirihlutinn að þessar tillögur verði til þess að ekki þurfi að byggja nýja leikskóla eða við- byggingu við grunnskóla og með því sparist borginni um tveir milljarðar á næstu tveimur árum. Skýrslan fer nú til umsagnar inn í skólaráð og foreldrafélög auk þess sem menntaráð mun kynna tillögur í sínum hverfum. Spurð hvort hún telji nú geta nást sátt um þessar umdeildu breytingar segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, að ekki sé óeðlilegt að andstaða sé við breytingar í skóla- kerfinu. „En það sem skiptir máli í þeim tilfellum sem mikil sátt hefur ríkt um málið er að minnihlutinn sýni pólitíska ábyrgð í málinu og skilji nauðsyn breytinganna.“ Oddný bætir við að nú verði til- lögurnar kynntar í hverju hverfi fyrir sig og rökstuðningur borgar- innar kynntur. Innleiðingarferlið sé næsta skref og þegar það hefst, sé mikilvægt að foreldrar og aðrir sem að málinu koma séu á sömu blaðsíðu. Eftir umsagnarferlið verður málið tekið upp hjá borgaryfirvöld- um að nýju og verður sennilega afgreitt endanlega af borgarstjórn um eða eftir miðjan þennan mánuð. thorgils@frettabladid.is Grafarvogur Korpuskóli og Víkurskóli verði sameinaðir. Borgaskóli og Engjaskóli verði sameinaðir. Foldaskóli verði safnskóli á unglingastigi fyrir Húsaskóla og Hamraskóla (frá 2012). Foldakot, Foldaborg og Funaborg verði sameinaðir. Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheim- ilið Skólasel verði sameinuð. Breiðholt Skoða hugmyndir um að Fellaskóli og Hólabrekkuskóli verði eldri barna og yngri barna skólar. Ákvörðun liggi fyrir á næsta ári. Seljaborg og Seljakot verði sameinaðir. Arnarborg og Fálkaborg verði sameinaðir. Ösp og Hraunborg verði sameinaðir. Suðurborg og Hólaborg verði sameinaðir. Hálsaborg og Hálsakot verði sameinaðir. Laugardalur Holtaborg og Sunnuborg verði sameinaðir. Ásborg og Hlíðarendi verði sameinaðir. Laugaborg og Lækjaborg verði sameinaðir. Bústaðarhverfi og Háaleiti Fossvogsskóli, leikskólinn Kvistaborg og frístunda- heimilið Neðstaland verði sameinuð. Álftamýrarskóli og Hvassa- leitisskóli verði sameinaðir. Furuborg og Skógarborg verði sameinaðir Miðborg og Hlíðar Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg verði sameinaðir. Hamraborg og Sólbakki verði sameinaðir. Sólhlíð og Hlíðarborg verði sameinaðir. Vesturbær Hagaskóli verði safnskóli fyrir 7.-10. bekk í Vesturbæ, úr Vesturbæjarskóla, Melaskóla og Grandaskóla. Dvergasteinn og Drafnarborg verði sameinaðir. Sameiningar í skólakerfi Reykjavíkurborgar Hyggjast spara rúmlega milljarð næstu fjögur árin Tillögur borgaryfirvalda um hagræðingu, samrekstur og sameiningu í skólakerfinu gera ráð fyrir breyting- um um alla borg. Tilgangurinn er að mæta mikilli fjölgun leikskólabarna og draga úr rekstrarkostnaði. SKÓLAMÁL Fyrirhugaðar breytingar í skólamálum Reykjavíkurborgar hafa mætt mikilli andstöðu frá foreldrum, fagfólki og fulltrúum minnihlutans. Allt frá upphafi hafa ýmsir hópar kvartað yfir mörgum þáttum sem að málinu snúa. Foreldrafélög og félög kennara og skólastjórnenda hafa meðal ann- ars lýst yfir áhyggjum af því hvort litið sé framhjá faglegum sjónarmiðum en þess í stað hafi áherslan verið á fjárhagslegu hliðina og sparnað. Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri á Ösp í Breið- holti, sem á að sameina Hraunborg, sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri ósátt við tillögurnar. „Í Breiðholti verða tíu leikskólar sameinaðir og hvað mun verða af þeim stjórnendum sem ekki verða endurráðnir? Þetta er bara allt of lítil hagræðing miðað við raskið sem af þessu hlýst. Svo styðjast borgaryfirvöld ekki við neinar rannsóknir sem segja að betri árangur verði af starfi í stærri einingum.“ Þá hafa fulltrúar minnihlutans einnig átalið hve lítill fjárhagslegur ávinningur sé af aðgerðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja meðal annars að tillögurnar séu ekki réttlætanlegar. „Sá litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er dýru verði keyptur ef rót í skólum borgarinnar á viðkvæmum tímum í efnahagslífinu verður langvar- andi“, segir í tilkynningu frá þeim. - þj Hagræðingartillögur í skólamálum Reykjavíkur mæta mikilli andstöðu: Umdeilanlegur ávinningur breytinga MÓTFALLIN TILLÖGUM Fanný Heimisdóttir og fleiri starfsmenn leikskóla borgarinnar eru ósátt við hagræðingartillögurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frístundaheimili inn í grunnskóla Tillögur starfshópsins gera ráð fyrir að yfirstjórn grunnskóla og frístundaheimila verði sam- eiginleg í allri borginni frá og með haustinu 2012. ODDNÝ STURLUDÓTTIR Flókagötu 65, 105 Reykjavík Komdu reglu á bókhaldið Sjáum um fjárhagsbókhald, launabókhald og -uppgjör, VSK uppgjör, afstemmingar og ársreikninga. Nánari upplýsingar í síma 553 8874 og 896 1357. Okkar lausnir eru þínar lausnir SKÁK Skákhátíð í Reykjavík hefst formlega í dag með þremur síð- ustu umferðunum á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fara í dag og á morgun í Rimaskóla. Þar tefla um 350 manns á öllum aldri, allt frá stórmeisturum til lítt reyndra. Taflfélag Vestmannaeyja leiðir á mótinu með 25 vinninga en Tafl- félag Bolungarvíkur er skammt undan með 23 og hálfan vinning. Dagana 9. til 16. mars fer síðan MP Reykjavíkurskákmótið fram, þar sem um 170 skákmenn frá um þrjátíu löndum taka þátt. - sh Skákhátíð hefst formlega: 350 misreyndir skákmenn tefla FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Tugir manna hafa látist í átökum í Abobo-héraði á Fílabeinsströnd- inni nú í vikunni. Í gær skutu öryggissveitir á vegum Laurents Gbagbo forseta sex konur sem voru í hópi mótmælenda gegn forsetanum, sem neitar að víkja úr embætti þrátt fyrir tap í kosn- ingum. Alls er talið að um 400 manns hafi látist í átökum þar síðan forsetakosningar voru haldnar í landinu 28. nóvember síðast- liðinn. Langflestir þeirra eru karlkyns og nánast allir stuðn- ingsmenn Alassane Outtara, sem almennt er viðurkenndur sigur- vegari kosninganna. - gb Skutu sex konur: Tugir manna látnir í átökum VIÐSKIPTI Rúmur helmingur fyrir- tækja telur sig eiga í beinni eða óbeinni samkeppni við hið opin- bera, samkvæmt könnun Viðskipta- ráðs Íslands. „Það er áhyggjuefni að fyrir einungis ári síðan þá töldu um 40 prósent forsvarsmanna sig vera í samkeppni við opinbera aðila og fara umsvif hins opinbera á sam- keppnismarkaði því enn vaxandi,“ segir í áliti sem Viðskiptaráð birti á vef sínum í gær. „Hvort sú aukn- ing merki að fleiri fyrirtæki séu nú í óbeinni eigu hins opinbera eða hvort fyrirtæki í opinberri eigu séu að sækja í sig veðrið er erfitt að segja til um,“ segir þar. Samkeppn- innar við hið opinbera er sagt gæta mest í smá- og heildsölu, þjónustu- greinum og orku- og umhverfis- starfsemi. Viðskiptaráð telur hætt við að aukin umsvif opinberra aðila á samkeppnismarkaði dragi úr þrótti atvinnulífsins. Staða fyrirtækja hljóti að bjagast ef samkeppnis- aðilinn nýtur styrkleika bakhjarls á við hið opinbera. „Skerpa þarf skil á milli hins opinbera og einkaaðila með því að flýta sölu á fyrirtækjum í eigu fjármálastofnanna. Það getur hvorki talist æskilegt né eðlilegt að umtalsverður hluti fyrirtækja sé í beinni eða óbeinni ríkiseigu,“ segir í álitinu. - óká Meira en helmingur fyrirtækja telur sig eiga í samkeppni við hið opinbera: Fleiri segjast nú keppa við ríkið Í BANKA Viðskiptaráð telur aðkomu ríksins að bankakerfinu hafa verið óumflýjanlega eftir hrun en nú þurfi að huga að fram- tíðarfyrirkomulagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Hvað nefnast vélhjólagengin sem lögreglan hér á landi hefur áhyggjur af? 2 Hvert er nýjasta matið á kostn- aði við Icesave-samninginn? 3 Hvaða lið varð deildarmeistari í Iceland Express deild kvenna? SVÖR 1. Vítisenglar og Útlagar 2. 32 milljarðar 3. Hamar LÖGREGLUMÁL Vickram Bedi hefur verið látinn laus. Tryggingin var fimm milljónir dala, eða um 580 milljónir króna. RÚV greindi frá þessu í gær. Bedi og unnusta hans, Helga Ingvarsdóttir, voru handtekin í nóvember vegna gruns um að hafa svikið allt að 20 milljónir dala út úr tónskáldinu Roger Davidson. Helga losnaði úr varð- haldi skömmu fyrir jól, gegn 200 þúsund dala tryggingu. - sv Vickram Bedi látinn laus: Fimm milljón dala trygging PARIÐ Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi sviku 20 milljónir dollara út úr bandarískum auðkýfingi með ótrúlegum lygasögum. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.