Fréttablaðið - 04.03.2011, Side 18

Fréttablaðið - 04.03.2011, Side 18
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Sólveig Eggertsdóttir myndlistarkona opnar sína fyrstu sýningu á morgun eftir nokkurra ára hlé en síðast sýndi Sólveig á Nýlistasafninu árið 1997. Stuttu síðar greindist hún með Parkin- sonsveiki og dró sig í hlé, en tók aftur til við myndlistina fyrir ári. Sýningin ber yfirskriftina MYNDIR. „Myndirnar eru unnar á síðasta ári með mismunandi tækni og mismun- andi aðferðum,“ útskýrir Sólveig sem notar meðal annars vatnsliti, blek, sót, vax og súkkulaði í verk sín. „Þetta var nokkurs konar tilraunavinna,“ segir hún og bætir við að hún nálgist listina á nýjan hátt eftir að hafa greinst með Parkinsonsveiki. „Ég var að vinna með þessi sömu efni áður en ég greindist og er að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þetta hefur þó þróast, ég ræð ekki við að gera skúlptúra lengur en þetta eru litlar myndir á vegg.“ Sólveig lauk námi frá mynd- höggvara deild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1990. Ásamt því að setja upp einkasýningar sinnti hún ýmsum félags- og nefndarstörfum fyrir myndlistarmenn og var meðal annars formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna árið 1994. Þá vann hún að því að myndlistarmenn fengju inni með vinnustofur á Korpúlfs- stöðum. Þegar Sólveig gerði hlé á eigin myndlist árið 1997 tók hún til við kennslu við MHÍ og var forstöðu- maður fræðsludeildar við skólann. Sólveig stýrði einnig starfi Opna lista- háskólans frá því hann var stofnaður, árið 1999, allt til ársins 2008. Hún segir þetta hafa verið gefandi tímabil þó hún hafi þurft að gera hlé á eigin sköpun og er ánægð með að vera komin aftur af stað. „Þetta er mjög góð tilfinning og ég ráðlegg fólki sem er í svipaðri stöðu og ég að fá sér eitthvað skapandi að fást við. Þá hættir maður að hugsa um hitt. Ég skemmti mér mjög vel við að vinna myndirnar og vona að það skili sér til áhorfandans.“ Sýning Sólveigar verður opnuð í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg á morgun klukkan 16 og stendur til 30. mars. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 16. heida@frettabladid.is SÓLVEIG EGGERTSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR: OPNAR SÝNINGU EFTIR LANGT HLÉ Nálgast listina á nýjan hátt GÓÐ TILFINNING Sólveig Eggertsdóttir myndlistarkona opnar sína fyrstu sýningu á morgun síðan 1997 þegar hún greindist með Parkinsonsveiki. FRÉTTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Hallur Jónasson bifreiðarstjóri, Lindarbrekku, Varmahlíð, Skagafirði, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 20. febrúar s.l., verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Aðalbjörg Anna Jónsdóttir Steinunn Helga Hallsdóttir Gunnar Randver Ágústsson Jónas J. Hallsson Inga Hanna Dagbjartsdóttir Hafdís Hallsdóttir Bjarni Ingvarsson Jónína Hallsdóttir Einar Einarsson og afabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Alda Jónsdóttir Skógarbæ, áður til heimilis að Hraunbæ 88 Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 1. mars 2011. Útförin verður auglýst síðar. Marteinn Jensen Petrica Ardalic Steinar Á. Jensen Hólmfríður Geirsdóttir Unnur Inga Jensen Alfred George Wilmot Valgerður H. Jensen Hákon V. Uzureau barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Katrín Kolka Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt sunnudagsins 27. febrúar. Eiríkur Valdimarsson Valdimar Kolka Eiríksson Ingibjörg Sólveig Kolka Jón Bjarnason Bjarni Jónsson Ásgeir Jónsson Gerður Bolladóttir Ingibjörg Jónsdóttir Kolka Guðmundur Sæmundsson Laufey Erla Jónsdóttir Páll Valdimar Kolka Jónsson Sandra Sif Einarsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Ingibjörgu Björnsdóttur Hólmgarði 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda H-1 Hrafnistu Reykjavík fyrir góða umönnun. Unnur Júlíusdóttir Sigurður Sigurðsson Guðbjörg Ragna Colton Bruce Colton Gylfi Guðmundsson Kristín Erla Þórólfsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Haraldur Karlsson Björn Júlíusson Jóhanna M. Aðalsteinsdóttir og ömmubörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát okkar einstaka og heitt elskaða eigin- manns, stjúpföður, föður, afa, langafa og bróður Ásgeirs Helgasonar múrara frá Ísafirði Túngötu 20, 225 Álftanesi. Símtöl, heimsóknir, tölvupóstar, facebook-kveðjur, samúðarkort, blóm, kertaskreytingar og annar hlýhugur ykkar hafa þerrað tár og linað hjartasárin. Alveg sérstakar þakkir færum við Grétu Konráðsdóttur djákna á Álftanesi fyrir ómetanlegan stuðning. Við söknum hans öll svo ólýsanlega sárt. Guðrún Jóhannsdóttir Þorbjörg Jóhannsdóttir Margrét Gróa Júlíusdóttir Ingi Bjarni Hanna Stefán Geir Eyþór Ómar Rannar Carl Agnes og Alfreð Svana, Bíbí og Addý. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir hattasaumakona andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 2. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Aðalbjörg Kristjánsdóttir Aðalsteinn Jökull Kristjánsson Kolbrún Ásdís Valdimarsdóttir Torfi Hermann Pétursson Margrét Jóna Höskuldsdóttir Valdimar Þór Halldórsson Sigríður Árný Sigurðardóttir Anna Björg Þorgrímsdóttir Ragnar Eyþórsson Guðmundur Jökull Þorgrímsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Dagne Caridad Tailt Tamayo Íris Kolbrún Aðalsteinsdóttir Egill Axfjörð Friðgeirsson Anna Sigrún Margunnur Aðalsteinsdóttir og barnabarnabörn 49 FRIÐRIK ERLINGSSON RITHÖFUNDUR er 49 ára í dag.„Við þurfum að losna við stjórnmálamenn með svarta fortíð; við þurfum stjórnmálamenn með bjarta framtíð.“ Tuttugu manna hópur ungra gítar- og flautuleikara úr tónlistarskólum í Barcelona og nágrenni, Escola Luthier í Barcelona og Escola Vall de Tenes, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Stjórnandi hópsins er gítar- leikarinn Gustavo Them. Heimsóknin hefst í Reykja- nesbæ þar sem spænska tónlistarfólkið heldur tón- leika 4. mars ásamt gítar- sveitum Tónlistarskólans þar í bæ. Tónleikarnir í Reykjavík verða mánudags- kvöldið 7. mars klukkan 18 í Fella- og Hólakirkju, en þá munu nemendur úr Tón- skóla Sigur sveins taka á móti gestunum. Auk þess að spila á tón- leikum munu spænsku tón- listarnemarnir skoða landið, heimsækja söfn og menn- ingarstofnanir. Mánudag- inn 6. mars munu þeir leika fyrir nemendur Fellaskóla. Aðalhvatamaður að þess- ari menningarsamvinnu er Þorvaldur Már Guðmunds- son gítarleikari. Spænskir tón- listarnemar spila

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.