Fréttablaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
2
Æskulýðsdagurinn er á sunnudaginn og verða
guðsþjónustur víða með breyttu sniði. Í Guðríðar-
kirkju verður rokkmessa, í Ástjarnarkirkju U2-messa
og í Digraneskirkju margmiðlunar guðsþjónusta.
Í Glerárkirkju á Akureyri verður fjölskyldu-
guðsþjónusta og í Vopnafjarðarkirkju poppmessa.
CUBANO TOAST
Að hætti laundromat Café FYRIR 1Þ
úsundþjalasmiðurinn
Friðrik Weisshappel
víkkar út veldi sitt á
morgun með opnun nýs
Laundromat Café í Austurstræti.
Fyrir rekur Friðrik tvö samnefnd
kaffihús í Kaupmannahöfn við
góðar undirtektir og segir nýjustu
viðbótina fylgja sömu stefnu.
„Hugmyndin er að vera með
kaffihús sem kappkostar við að
bjóða upp á góða þjónustu, meiri
þjónustu en fólk á að venjast;
hraðari nettengingu, fleiri tíma-
rit, þvottavélar og stórt barna-
svæði,“ segir hann með ríkri
áherslu, en líkt og fyrirmyndin er
nýja kaffihúsið hannað með þarfir
fjölskyldna í huga. Þannig liggja
tvö handrið eftir stiganum á neðri
hæðina, annað fyrir fullorðna en
hitt, sem er lægra, er ætlað börn-
um. Þar tekur við fjölskylduvænt
rými, búið hægindastólum fyrir
fullorðna og börn, og leiksvæði
þar sem boðið verður upp á sér-
stakar sögustundir um helgar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Cubano toast
3 sneiðar svínahnakki
cubano-salsa
sýrður rjómi
rauðlaukur
blandað salat
franskar
majónes
bakaður hvítlaukur
Marinering fyrir grísa-
hnakka:
1 dl kóríanderfræ
1 dl dijon-sinnep
1 dl rauðvínsedik
10 hvítlauksgeirar
1 l ólífuolía
Nuddið þessu á
grísahnakkann,
grillið á öllum
hliðum og bakið
loks í ofni við 120
gráður í um 90 mín.
Salsagrunnur:
20 stk. rauð paprika
1 stór dós af tómötum
1 msk tómatmauk
1 lítil dós chipotle-pipar
2 dl ólífuolía
safi úr fjórum límónum
salt/pipar
Bakið og skrælið
papriku, takið miðjuna
úr. Maukið allt. Í 1 lítra
af salsagrunni fara sex
smátt saxaðir rauðlauk-
ar, tíu saxaðir tómatar
(miðjan tekin úr), ferskt
kóríander, saxað og
blandað saman við.
Samlokan er opin.
Setjið blandað salat
á grillaða brauð-
sneið; þrjár sneiðar af
grísahnakka grillaðar
og lagðar ofan á,
svo 1-2. msk. af
salsa ofan á,
síðan 1 tsk.
af sýrðum
rjóma og
bakaður
hvítlauks-
geiri til
skrauts.
Kann betur við
mig í uppvaskinu
Friðrik Weisshappel gefur uppskrift af matseðli Laundromat Café sem verður opnað í Austurstræti á morgun.
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300
www.geysirbistro.is
OPIÐ ALLA DAGA
FRÁ KL. 11.30