Fréttablaðið - 04.03.2011, Síða 20
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR2
Framhald af forsíðu
„Hver sem er má koma og það er
frítt inn bæði á ráðstefnuna og
leiksýninguna,“ segir Stefanía
Sigurðar dóttir, sem skipuleggur
leikhúsþing í Tjarnarbíói í dag.
Hún lofar áhugaverðri umræðu á
hádegis þingi og listrænum tilþrif-
um og skemmtun í kvöld. Bendir á
netfangið leikhusthing@gmail.com
fyrir þá sem vilja boða komu sína.
Stefanía segir málþingið snúast
um alþjóðlegt leikhúslíf og tengsl
þess við Ísland. Hún bendir á að
Íslendingum hafi vegnað vel á vett-
vangi sviðslista erlendis síðustu ár.
Nefnir í því sambandi Vesturport og
segir Víking Kristjánsson leikara,
einn stofnendanna, verða með fyrir-
lestur á málþinginu. Getur einnig
sem frummælanda franska leik-
stjórans Mattheiu Bellon sem hafi
tvo Íslendinga innan síns leikhóps.
En hvað um sýninguna í kvöld?
Hverju eiga áhorfendur von á þar?
„Leikverkin heita JustHere!, Hetja
og Smjörbrauðsjómfrúrnar og taka
um tvo tíma í það heila. Leikendur
eiga það sameiginlegt að hafa allir
menntað sig erlendis, flestir við
European Theatre Arts í Englandi,“
svarar Stefanía og lýsir þáttunum
nánar. „JustHere! er mikið lista-
verk á að horfa og brýtur dálítið
múrinn milli dans og leikhúss. Það
er í flutningi Snædísar Lilju Inga-
dóttur en hún var í hópi þriggja
Íslendinga sem sýndu verk á Edin-
burgh Fringe Festival nýlega. Hetja
er gamanleikur um Bárð Snæfells-
ás þar sem Kári Viðarsson fer með
öll hlutverkin, fjórtán talsins. Það
hefur verið sýnt áður, fyrst á Rifi
og síðan í Landnámssetrinu og fékk
lofsamlega dóma. Smjörbrauðsjóm-
frúrnar verða ekki á sviðinu heldur
bregða á leik í hléinu. Það er sem
sagt skemmtun allan tímann.“
Stefanía segir margt gott fólk
koma að leikhúsþinginu. Meðal ann-
arra gesta verði rektor og kennarar
Rose Bruford College í Bretlandi en
sjálf stundar Stefanía þar nám í list-
rænni viðburðastjórnun og varð for-
maður stúdentaráðs, fyrst útlend-
inga í 60 ára sögu skólans. Skipulag
viðburðanna í Tjarnarbíói er loka-
verkefni hennar við skólann. Hún
kveðst vona að þeir geti orðið leik-
urunum til uppbyggingar og áhorf-
endum til umhugsunar og ánægju.
gun@frettabladid.is
Skemmtun allan tímann
Leikhúsþing verður í Tjarnarbíói í dag sem er öllum opið endurgjaldslaust. Því er skipt í tvennt. Matur og
málþing er milli klukkan 12 og 13.30 og Leikhúsveisla í kvöld klukkan 19.30 er þrjú leikverk verða flutt.
Stefanía hefur skipulagt leikhúsþingið í Tjarnarbíói. Hún segir Íslendinga hafa gott
orð á sér í Bretlandi fyrir listræna hæfileika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Náttúrufræðistofnun verður með opið hús í nýjum heimkynnum í Urriðaholti í
Garðabæ á morgun. Þar gefst almenningi kostur á að fræðast um störf náttúruvís-
indamanna og skoða aðstöðuna. Hægt verður að kynnast skordýrafræði, jarðfræði,
steingervingafræði og fuglafræði svo dæmi séu nefnd. Húsið er opið frá 13 til 17.
Matseðillinn er líka sniðinn
að þörfum allrar fjölskyldunnar.
„Hann er ansi fjölbreyttur, allt
frekar einfalt og vel úti látið,“
segir Friðrik, kampakátur með
afraksturinn. En verða ein-
hverjar nýjungar, séríslenskar
kannski, á honum? „Já, til dæmis
lambahryggur á sunnudögum,“
svarar hann og bætir við að sjálf-
ur komi hann þó ekki nálægt mat-
seldinni. „Ég get vel eldað og geri
það gjarnan heima en kann betur
við mig í uppvaskinu og finnst
það besta starfið í húsinu.“
Frá því að Friðrik áformaði
opnun kaffihúss í Reykjavík
hefur hann verið með annan
fótinn á landinu. Hann hefur
þó ekki í hyggju að fjölga hér
frekar kaffihúsum eða flytja
heim í bráð enda hamingjusam-
lega kvæntur tveggja barna faðir
í Kaupmannahöfn. En hræðist
hann ekki tilhugsunina að reka
kaffihús í öðru landi? „Nei, enda
verður staðurinn dagsdaglega
rekinn af öðrum. Það mun ganga
vel enda er ég umkringdur úrvals
samstarfsfólki sem ég treysti
hundrað prósent,“ segir hann og
brosir. roald@frettabladid.is
Friðrik segir vel tekið á móti fjölskyldum
á nýja kaffihúsinu í Austurstræti.
NÝ SENDING Í FLASH
Fleiri myndir
á Facebook,
vertu vinur
Við erum á
Fermingarkjólar
í öllum
regnbogans
litum.
Ótrúlegt
úrval.
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
Mjúkir
dagar
30% afsláttur
af handklæðum
Stærð 70x140
áður 2.890 kr
nú 1.990 kr
Handklæðin eru ofin
úr 100% Pima bómull
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
OPIÐ
- Föstudag kl 11-18 -
- laugardag kl 11-17 -
- sunnudag kl 12-17-
- RÝMINGARSALA -
Enn meiri verðlækkun á útsölunni
500 kr. 1.000 kr 2.000 kr.
3.000 kr.4.000 kr.
5.000 kr. 6.000 kr.