Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 24

Fréttablaðið - 04.03.2011, Page 24
4 föstudagur 4. mars Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Pabbi er óléttur! Í meistararitgerð minni rannsakaði ég ófrjósemi karla. Málið hefur hina ýmsu fleti og einn af þeim sem mér þótti virkilega áhugaverður var væntingar karlmanna til foreldrahlutverksins. Ég sökkti mér niður í þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu málefni. Það var ein dönsk rannsókn sem vakti sérstakan áhuga minn. Þar voru verðandi feður látnir bera saman sínar hugmyndir um meðgöngu og uppeldi við upplifun þeirra af föður sínum. Flestir voru sammála um að samfélagið hefði breyst mikið á undanförnum árum og nú gætti meira jafnréttis. Karlmenn væru líka óléttir og meðganga væri sameiginlegt ferli pars en ekki einkamál konunnar. Þá lýstu þeir yfir miklum áhuga á því að vera virkir uppalendur, ólíkt sínum eigin föður sem vann frameftir og var óbeinn þátttakandi í heimilislífinu. Þessi punktur vakti sérstakan áhuga hjá mér og gleði. Ólétta og með- ganga á ekki að vera einkamál konu því það þarf alltaf sæði til. Þrátt fyrir að það megi fara ýmsar leiðir til að útvega sér sæðingu þá teng- ist karlmaður engu að síður ferlinu og er því órjúfanlegur hluti þess. Í ljósi fæðingarorlofs karlmanna og auknu jafnrétti kynjanna þá taldi ég eðlilegt að nota orðbragðið „við erum ólétt“. Karlmaðurinn er sjálf- sagður þátttakandi í hverri mæðraskoðun og námskeiðum því tengdum og þess á milli les hann sér til um meðgöngu og umönnun ungbarns. Það var ekki fyrr en ég fór að viðra þessar hugmyndir mínar um hlut- verk verðandi föður við vinkonur og stjórnsýsluna að ég komst að því að ég er í allt öðrum heimi. Karlmenn verða ekki óléttir. Þeir verða bara pabbar eftir fæðingu barns og sinna því hlutverki misvel. Þeir eru ekki hvattir sérstaklega til að lesa sér til um bpa-lausa pela eða mynda sér skoðun á taubleyjum. Þeir virðast ekki vera í bumbupabbahópum sem hittast á barnvænum kaffihúsum og ræða meðgöngu og uppeldi. Þeir mega ekki taka sér fæðingarorlof fyrr en eftir að barnið er fætt og þeir fá ekki greiðslufrest á lán þrátt fyrir að slíkt sé eðlilegt fyrir hina van- færu konu. Þegar barnið er svo komið í heiminn virðist almannaálitið vera það að pabbinn þarf aðeins að vera heima fyrsta mánuðinn til að sinna gestunum því barnið er svo háð brjóstinu á mömmunni. Svo getur pabbinn tekið sér aftur orlof þegar barnið er 6 mánaða og borðar mat og drekkur úr pela. Þetta skil ég ekki. Á þessu tímabili lærir barnið að skríða og brosa og jafnvel gefa frá sér hin og þessi sniðugu hljóð. Vilja pabbar í alvöru missa af þessu? Hvar eru pabbaklúbbarnir og saman- burðurinn á sónarmyndum? Er enginn karlmaður óléttur? Meðganga er greinilega einkamál konunnar. Verðandi feður sem sinna baknuddi, hlaupa eftir grænum frostpinna á miðnætti og skipta um katta sandinn fá enga samúð. Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Laz- aro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólan- um. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftar- línan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litrík- ur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir inn- blásturinn að honum er þeir voru á ferða- lagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluð- ust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því. Flott haustlína frá Proenza Schouler: Indíánamynstur & litagleði Gott tvíeyki Hönnuðirnir Lazaro Hernandez og Jack McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhúss- ins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. NORDICPHOTOS/GETTY FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp-upplausn með greiðari og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.