Fréttablaðið - 04.03.2011, Síða 44
4. mars 2011 FÖSTUDAGUR24 24
menning@frettabladid.is
Sjálfhverfur faðir sem hald-
inn er gróðafíkn og ástar-
þríhyrningur bræðra er
meðal viðfangsefna Arth-
urs Miller í leikritinu Allir
synir mínir, sem Þjóðleik-
húsið frumsýnir í kvöld.
Allir synir mínir, sem frumsýnt
verður á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins í kvöld, gerist á einum degi í
stríðslok og fjallar um verksmiðju-
eiganda og fjölskyldu hans. Faðir-
inn, Joe Keller, var ákærður fyrir
að framleiða gallaða vélarhluta
í flugvélar hersins, sem kostuðu
fjölda mannslífa, en var sýknað-
ur eftir áfrýjun. Yngri sonurinn,
Larry, var einmitt flugmaður í
hernum og hefur hans verið sakn-
að í meira en þrjú ár. Eldri son-
urinn, Chris, er nýkominn heim
úr stríðinu og verður hrifinn af
Anne, kærustu Larry bróður síns.
Þannig vakna ýmsar samvisku- og
siðferðisspurningar og í kjölfar-
ið hefst mikið fjölskyldu- og sál-
fræðidrama.
„Þetta er eitt þekktasta verk
Arthurs Miller og verkið sem
gerði hann frægan,“ segir Stef-
án Baldurs son, leikstjóri verks-
ins. „Það sló strax í gegn og hefur
verið sýnt jafnt og stöðugt síðan
víðs vegar um heim.“
Leikritið á tvímælalaust erindi
við okkur í dag að mati Stefáns,
enda umfjöllunarefnið sígilt og
Sígildar samviskuspurningar
Áhorfendur munu upplifa nútíma-
dans, ærslafullan kabarett og
sirkuslistir í dansveislunni Sinn-
um þrír, sem Íslenski dansflokkur-
inn frumsýnir í Borgarleikhúsinu
í kvöld. Sýningin samanstendur
af þremur ólíkum verkum: Gross-
stadtsafari, Heilabrot og White for
Decay.
Grossstadtsafari, eftir Jo Ström-
gren, er dansverk sem gerir mikl-
ar tæknilegar kröfur til dans-
aranna. Streita og árásarhneigð
stórborgarlífsins, sem og skortur
á einkalífi, er yrkisefni Ström-
grens, en hann hefur áður unnið
með Íslenska dansflokknum.
Heilabrot er eftir Brian Gerke
og Steinunni Ketilsdóttur. Það má
flokka sem dansleikhús og hefur
verið í þróun undanfarin tvö ár.
Tilfinningar og átök, barneignir
og ástarsorg eru meðal yrkisefna
í þessu grátbroslega verki.
Sigríður Soffía Níelsdóttir er
ungur danshöfundur, sem starfar
nú í fyrsta sinn með Íslenska
dansflokknum. Verk hennar nefn-
ist White for Decay og fjallar um
sambönd fólks og örvæntingu og
hvernig örvæntingin getur breytt
einhverjum í skuggann af sjálf-
um sér. Sigríður stundaði nám í
fremsta sirkusskóla Evrópu og í
þessu verki blandar hún saman
nútímadansi og sirkuslist. - ssj
Sirkuslistir, kabarett
og nútímadans
Leikritið „Allir synir mínir“ færði
höfundi sínum Arthur Miller æðstu
viðurkenningu leikhúsgagnrýnenda
New York árið 1947. Fyrsta leikrit
hans, „Lánsami maðurinn“, sem
var frumsýnt þremur árum fyrr, fékk
hræðilegar viðtökur, jafnt hjá áhorf-
endum sem gagnrýnendum. Það
fékk svo á Miller að hann íhugaði að
leggja ritstörfin á hilluna. Sem betur
fer gerði hann það ekki, því hann
átti eftir að verða einhver ástsælasti
og virtasti rithöfundur tuttugustu
aldarinnar.
ALLIR SYNIR MÍNIR
spurningar um viðskiptasiðferði
og ábyrgð hafa brunnið á þjóðinni
undanfarin misseri.
„Faðirinn er sjálfhverfur og
hugsar einungis um stundar-
gróða, leikritið tekur á sjálfsmynd
og samvisku og listinni að kunna
að lifa í samfélagi við annað fólk,
í stað þess að hugsa um stundar-
gróða. Þetta eru samvisku- og sið-
ferðisspurningar með sterka skír-
skotun til okkar tíma í ljósi atburða
síðustu ára.“
Jóhann Sigurðarson leikur
föður inn en eiginkonuna leikur
Guðrún Gísladóttir. Hlutverk eldri
sonarins er í höndum Björns Thors
en þann eldri leikur Atli Rafn
Sigurðar son og kærustu hans leik-
ur Arnbjörg Hlíf Valsdóttir.
Gretar Reynisson hannaði leik-
mynd, Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir búninga, Lárus Björnsson sá
um lýsingu og Hrafnhildur Haga-
lín þýddi.
- ssj
ÚR WHITE FOR DECAY Sigríður Soffía
Nielsen semur fyrir Íslenska dansflokk-
inn í fyrsta sinn.
Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á örnámskeið á morgun
í tilefni af aldarafmæli skólans.
Í boði eru meðal annars námskeið um gagnrýna hugsun, ástar-
sögur, spænsku, fátækt í sögulegu ljósi, handritalestur, Hallgerði
langbrók Höskuldsdóttur og japanska skrautskrift.
Námskeiðin standa yfir í þrjár klukkustundir, ýmist frá 9 til 12
eða 13 til 16 og eru öllum opin eftir því sem húsrúm leyfir. Æski-
legt er að fólk skrái sig á námskeiðin fyrir fram. Nánari upplýsing-
ar má finna á hi.is/vidburdir.
HÍ heldur örnámskeið
KARL JÓHANN Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Karl Jóhann Jónsson myndlistarmaður
sýnir málverk í veitingasal og verslun Þjóðmenningarhússins undir titlinum Inni og úti í garði. Karl
Jóhann hefur tekið þátt í samsýningum og sett upp margar einkasýningar undanfarin 17 ár, auk þess
sem hann hefur hlotið verðlaun fyrir myndskreytingar. Sýningin stendur í um þrjá mánuði.
Miðasalan er opin alla virka
daga frá kl. 13-15
Sími: 527 2100
www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík
FRAMUNDAN:
með
Margréti Eir
Söngleikja-
stund
Karl Örvarsson
Magni Ásgeirsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
10
18
Perlur söngleikjanna
í tali og tónum
NÁNAR Á WWW.TJARNARBIO.IS
Um er að ræða 46,3 hektara úr landi Minni-Borgar í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi og 11,5 hektara úr landi Brjánsstaða í sama hreppi.
Landið liggur við vegamót Biskupstungnabrautar og Sólheimavegar.
Gert er ráð fyrir golfvelli í deiliskipulagi og er jarðvinna hafin á svæðinu.
Á landinu hefur verið skipulagður 18 holu golfvöllur, hannaður af Edwin Roald,
samanber teikningu hér að ofan.
Óskað er eftir tilboðum fyrir kl. 16.00, föstudaginn 11. mars 2011.
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Sparisjóðabanka Íslands hf. með fyrir-
spurn á netfangið: icebank@icebank.is.
Til sölu golfvöllur í byggingu
við Minni-Borg í Grímsnesi
25% AF ÖLLUM
JOHN FRIEDA VÖRUM
Seljavegi 2 - Sími: 511 3340
www.reykjavikurapotek.is
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA
YKKUR
MEIRI VÍSI?