Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.03.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Agave-síróp, sem margir nota í staðinn fyrir sykur, er unnið úr sætum kjarna agave-jurtarinnar. Magn ávaxtasykurs er óvenju hátt í sírópinu og er meira en 50 prósent af kolvetnisinnihaldi. Af þeim sökum er hægt að nota umtalsvert minna af agave en hvítum sykri til að ná fram tilætluðum sætuáhrifum. Ellen Margrét Bæhrenz sigraði í sólóballettkeppni Fíld og dansar í Falun í sumar. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Patti Húsgögn SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 8. mars 2011 55. tölublað 11. árgangur BARCELONA GEGN ARSENAL Í KVÖLD KL. 19:30 Knorr spaghetteria, fljótleg og bragðgóð máltíð. Knorr kemur með góða bragðið!B l o g c r i t i c s . o r g NÝ KILJA Kiljulisti 23.02-01.03.11 BESSASTAÐIR Utanlandsferðum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er nú aftur farið að fjölga eftir að verulega dró úr þeim eftir hrun. Forsetinn hefur verið 22 daga erlendis af þeim 66 sem liðnir eru af árinu. Ólafur fór alls tólf sinnum af landi brott á síðasta ári og var sam- tals 79 daga erlendis. Árið 2009 voru ferðirnar níu og dagarnir utan land- steinanna 53. Hvorki fjöldi ferða né dagar erlendis síðustu ár komast í hálf- kvisti við ferðalögin árið 2007. Þá var forsetinn ríflega þriðjung árs- ins erlendis, alls 131 dag. Það sem af er ári hefur Ólafur Ragnar heimsótt Þýskaland, Sviss, Bandaríkin, Ítalíu og Vatíkanið. Í fyrra fór forsetinn þrisvar til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, auk þess að heimsækja Austurríki, Grænland, Indland, Indónesíu, Kína, Portúgal, Rúss- land, Sviss og Svíþjóð. Þegar forsetinn er ekki á land- inu taka forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar við skyldustörfum hans. Þeir fá greitt fyrir hvern dag sem forsetinn er í útlöndum, samanlagt sem samsvar- ar launum forsetans fyrir þann tíma sem hann er erlendis. Kostnaðurinn er greiddur af fjárheimildum emb- ættis forseta Íslands. - bj / sjá síðu 10 Forsetinn aftur á faraldsfæti Forsetinn hefur farið mun oftar til útlanda undanfarið en í kjölfar hrunsins. Var tæplega 80 daga erlendis á síðasta ári og hefur verið 22 daga á ferðalögum það sem af er ári. Á árinu 2007 voru ferðadagarnir 131. Á uppleið í Bretlandi Hljómsveitin Cliff Clavin í myndatöku hjá rokktímaritinu Kerrang! fólk 24 Ferðir forsetans 150 120 90 60 30 0 D ag ar 2007 131 2008 91 2009 53 2010 79 LÉTTIR TIL SUNNANLANDS Í dag má búast við 10-15 m/s N- og NV-til en hægari vindi annars staðar. Víða snjókoma norðantil en él annars staðar fram eftir degi. Úrkomulítið SA-lands. Kólnandi veður. VEÐUR 4 -2 -6 -7 -5 -4 Gróðurhús femínista Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag og verður hátíð haldin í Jónshúsi. tímamót 18 Komnar í úrslit Íslenska kvennalandsliðið mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik Algarve-mótsins. sport 26 SKOÐUNARFERÐ Í ELDBORG Nú styttist í að Eldborgarsalurinn verði til reiðu fyrir opnun Hörpu í maí. Um helgina fengu ýmsir hópar áhugafólks að skoða þennan stærsta sal tónlistarhússins, þar sem stólar bíða væntanlegra gesta undir hlífðarplasti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Barack Obama segir réttarhöld á Guantanamo hefjast á ný eftir tveggja ára hlé: Verður ekki lokað á næstunni BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að réttarhöld yfir föngum Bandaríkjahers við Guantanamo- flóa á Kúbu hæfust á ný eftir tveggja ára hlé. Jafnframt skýrði hann frá því að Bandaríkjastjórn ætlaði að reyna aftur að fá því fram- gengt að réttarhöld yfir sumum fanganna yrðu haldin fyrir borgara legum dómstólum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að sú leið hafi mætt mikilli mótstöðu á Bandaríkjaþingi. Obama ítrekar að hann stefni að því að loka fangabúðunum, en ekki kemur fram hvernig hann hyggst framkvæma það. Ítrekað er að engum fanga verði sleppt lausum í Bandaríkjunum, heldur reynt að finna þeim stað í öðrum löndum teljist þeir hættulausir. Í janúar árið 2009, þegar Obama tók við embætti, hét hann því að loka fangabúðunum á Kúbu innan árs. Nú, tveimur árum síðar, eru um 170 fangar enn þar í haldi. - gb

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.