Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.03.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2011 „Ég hóf að vinna brúðurnar árið 1996 og hef ekki getað hætt,“ segir Rúna Gísladóttir, kenn- ari og myndlistarkona, en hún sýnir nú í Bókasafni Seltjarnar ness 26 handgerð- ar postulínsbrúður auk þrjátíu annarra brúða úr einkasafni sínu – sumar eru orðnar hátt í 100 ára. Rúna steypir brúð- urnar sjálf í postulín, málar á þær húð og augu, neglur, kinnar og annað en brenna þarf postulínið milli umferða. Að lokum festir Rúna á þær hár, en brúðurnar hafa flestar mannshár. Rúna saumar líka eða prjónar á þær alklæðnað. Það liggja því margar vinnustundir í hverri brúðu. „Það tekur nokkrar vikur að vinna hverja brúðu,“ segir Rúna sem vinnur að brúðunum á kvöld- in. „Handavinnan á fötunum þeirra er líka talsverð, útsaumur, prjón og hekl og fatasaumur úr ýmsum efnum, mest bómull og ull. Ég hef einnig litað garnið sjálf og margar eru í lopapeysu og lopa- dressi úr eingirni.“ Rúna sérhannar á hverja dúkku svo engin þeirra er eins. Hún nefnir þær allar en getur ekki gert upp á milli þeirra. „Það er engin ein í uppáhaldi. Ég held þó meira upp á postulínsbrúðurnar, það liggur svo mikil vinna í þeim. Nöfnin eru gjarnan nöfn fólks sem mér þykir vænt um og nöfn barna sem ég hef kynnst. Oft heita þær líka sérstæðum nöfnum sem ég hef rekist á.“ Brúðusafn Rúnu telur á sjötta hundrað brúða en eftir að hafa búið til postulínsbrúð- urnar í nokkur ár fór hún að safna ýmsum gerðum af gömlum leikfangabrúðum úr öllum áttum. Hver brúða er merkt, hvaðan hún kemur, úr hverju hún er og hvernig fatnaði hún klæðist. Rúna er vandlát í vali og býr vel um hverja brúðu. Hana dreymir einnig um að setja upp safn, opið almenningi. „Ég er ekki með allt safnið uppi við. Margar eru í köss- um en ég varðveiti þær vel. Postulínsdúkkurnar eru allar í glerskápum. Þetta er þriðja opinbera brúðu- sýningin mín en ég fæ líka mikið af gestum heim sem vilja skoða safnið og það vekur alltaf mikla athygli. Framtíðardraumurinn er að setja upp safn opið almenningi,“ segir Rúna og bætir við að það séu ekki bara yngstu áhorfend- urnir sem heillist af brúð- unum. Fullorðna fólkið hríf- ist af handverkinu. En má leika sér að brúðu börnum Rúnu? „Nei, þær eru ekki leikföng. Postulínsbrúðurnar eru mjög við- kvæmar og geta auðveldlega brotnað. En ég er alltaf með leik- fangabrúður sem má leika sér með fyrir krakkana.“ Sýningin Brúðu- börn er opin á afgreiðslutíma safnsins, alla virka daga milli klukk- an 10 og 19. Henni lýkur núna á fimmtu- daginn 10. mars. heida@frettabladid.is Brúðubörn á bókasafni Sýningin Brúðubörn stendur nú yfir í Bókasafni Seltjarnarness. Þar eru sýndar handgerðar postulíns- brúður eftir Rúnu Gísladóttur, kennara og myndlistarkonu. Sýningunni lýkur fimmtudaginn 10. mars. Rúna litar oft garnið sjálf og prjónar úr því eða heklar á brúðurnar. MYND/RÚNA GÍSLADÓTTIR Engar tvær brúður eru eins og sér- hannar Rúna fatnaðinn á hverja þeirra. Nokkrar vikur tekur að vinna hverja brúðu. MYND/RÚNA GÍSLADÓTTIR Rúna Gísladóttir, kennari og myndlistarkona, steypir brúðurnar sjálf í postulín, málar þær og saumar og prjónar á þær föt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Klúbbhúsið | Skipholti 50b | 105 Reykjavík | sími 528-2000 klubbhusid.is 528 2000 Saumaklúbburinn sendir félögum fjölbreyttar og spennandi uppskriftir að hannyrðum og klúbbréttum. Nýir áskrifendur fá afsláttarkort og vandaða minnisbók klúbbsins að gjöf með fyrstu sendingu. Ef þeim líst ekki á efnið geta þeir skilað pakkanum innan 10 daga. A R G H ! 0 31 1 að minnisbókV önduð gjöf! „Mynstruð stelpupeysa“ er meðal uppskrifta í nýjasta pakka Saumaklúbbsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.