Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 5

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 5
99 ber í sér dauðann frá fæðingu. Vel er það sagt, að líkja manni við hismi og hey, við duft og ösku. Ef guð hefði ekki sagt: “Verði ljós”, er hann skóp manninn, 'hefði þetta eitt verið lýsing og ævisaga hvers einasta manns. En guð sagði “Verði ljós.” Þökkum guði, hve bjart það ljós hefir logað. Ejósin stóru, spekingar og fræðimenn heims- ins, hafa skinið öld eftir öld og veitt heiminum arf, sem gulli er dýrri. Ár frá ári batna lífsskilyrðin. Menn læra meir að gera náttúrulögin sér undirgefin. Nær og nær kemst maður- inn því takmarki, að gera sér grein fyrir því, sem guð hugsaði í öndverðu, er hann sagði “Verði Ijós”, og skóp' manninn “í sinni mynd.” Nei, guði sé lof, maðurinn er ekki að eins hismi og hey, dýr, sem þráir að lifa, og deyr. Hann er neisti af guðs iifandi sál, neisti, sem lýsir, þó Ijós hans sé dauft. Uppruni ihans er frá hinum eilifa arineldi guð- legs vits, og guðlegrar speki. Bölið sárasta, heimskan mesta, kemur þá i ljós, er neistinn neitar uppruna sínum. Sjáendur, spámenn, skáld hafa hlotið Ijós guðs í fyllra mæli en aðrir menn. Hver kynslóð á sína spámenn. Þau ljósin skína bjartar, en önnur. Örlög heilla þjóða hafa iþau séð fyrir. Ráðsályktanir guðs hafa þau eygt, sem í móðu. Dýrð drottins hafa þau dáð. Mátt hans hafa þau kunngjört. En fegurst skinu þau, er þau báru vitni um hann, sem var til frá ei'lífð, “lambið guðs, sem vor vegna var deytt.” En, — er vér lítum ljósin stóru, — gleymum þá ekki hinuin mörgu og smáu. Jafnvel skin stjarnanna hverfur, er sólin skín í heiðu. En þökkum 'honum, sem kveikt hefir bæði stór ljós og smá, honurn, sem gæddi sál spekingsins ægiljóma mannlegs vits, en sem þó er að eins dauft endurskin! hins guðlega, — og hefir veitt hverju barni afl hugsunarinnar, þess hæfileika, sem aðgreinir menn og dýr. III. “Önd mín er iþreytt, hvar má hún finna hvíld?” Hver mað- ur, sem hugsar í alvöru um ævi sína og örlög, hlýiur að spyrja eins og Mynster. “Öll skepnan stynur eftir guði,” segir post- ulinn. Þau orð eru sálarlífslýsing mannkynsins alls. Jafnvel sá, sem minst hugsar og gálauslegast hjalar, finnur tómleika í sál sinni, — auðn, myrkur, ráðgátu. “Til hvers er þetta alt, þegar alt er svo valt?” sagöi skáldið, er hjarta hans blæddi.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.