Sameiningin - 01.04.1924, Síða 6
100
Guð sag'Si: “VerÖi ljós.” Og hann kveikti ljós vonarinn-
ar í mannshjartanu.
Vonin hefir veri'S verndarengill lífsins frá því sögur !hóf-
ust. Og hún er ekki tál. Því guð, sem glæðir neista vonar-
innar, hefir einnig veitt möguleikana til uppfyllingar. Jafnvel
snjórinn sjálfur er forspá um komandi regn. Trúuðum manni
er dauðinn sjálfur botSberi lifsins. Hvert Móm, sem skreytir
sléttuna, hver geisli, sem gyllir fjöllin, hver runnur, sem ilmar,
hver vindblær, sem 'bærir blöð trjánna, hver litblær rósanna,
hvert fölnað lauf, er hnígur til jarðar, eru honum boðberar til
vor frá guði. Þau flytja oss boðskapinn um ást guðs.
Og þreyta mannssálarinnar hverfur þá fyrst, er hann finn-
ur ástaryl guðs i sál sinni, — veit, að drottinn himins og jarð-
ar elskar hana. Uppfylling innilegustu þrár mannsandans er
sú, að öðlast vissu um ást guðs. Mannlegri sál nægir ekki með-
vitund um ótæmandi kraft.
Æstur sær er afli þrunginn; hvert smáfley þráir 'höfn.
Vitið eitt huggar aldrei syrgjandi mann; þar hefi eg séð
bitrasta sorg, er trúlaus maður sat við líkbörur ástvinar síns.
Hann þekti lög náttúrunnar.
Stjörnurnar höfðu flutt honum boðskap sinn.
En sál hans hafði ekki veitt viðtöku boðskapnum um ást
guðs. Hann hafði ekki lært að biðja sem barn: Vertu, guð
faðir, faSir minn. Hann hafði ekki fest trúnað á orð Jesú:
“Eg er upprisan og lífið, hver, sem trúir á mig, mun 'lifa, þótt
hann deyi.” Og því var sorg hans vonlaus.
Sál mannsins þráir fyrst af öllu miskunn guðs, náð hans.
Og sé það alvörumaður, sem um er að ræða, hlýtur hann að
spyrja sjálfan sig, sem skáldið forðum: “Er nokkur rödd, sem
frá 'himnum hljómar, hauðrið nær þegir um miðnætur skeið?”
Önd' hans er þreytt, “hvar má hún finna hvíld?”
IV.
Maðurinn þráir ást guðs. Mun það, mannlega talað, vera
góður faðir, sem veit þrá barnsins að þekkja hann, en heldur
sig ætíö fjarri?
Mun þá guð, sem veitt hefir mannlegum sálum kærleikann,
eigi bera ást til barna sinna? Hefir guð veitt æðstu og göfug-
ustu þrá sálarinnar möguleika til uppfyllingar ?
Guð sagði: “Verði ljós”. Hann kveikti afl ástarinnar í
sálum manna. En fegurst skin kærleikur guðs, er hann stíg-
ur sjálfur á jörðina til að leiðbeina og líkna, þegar guð verður