Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1924, Blaðsíða 8
102 sakleysi. Og svo hrópar hann, sem hetja, er unnið hefir sig- ur: “Þai5 er fullkomnatS.” “Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fulllcomnaS gja'ld, til lausnar þér, fullkomnaÖ alt, sem fyrir er spáð, fullkomna skalt þú eignast náð.” Og svo gefur hann upp andann, í 'hendur föðurins á hæðum. Mig, er eg rita línur þessar, undrar mest, og mér finst það mesta kærleiksundrið í heiminum, — hið mesta, sem nokkur saga getur um, að Jesús lítillækkar sjálfan sig, af ást til manna og löngun til að bjarga þeim, svo hann skilur við dýrðina guö- legu í hæðum til að gerast þjónn og fórna sér fyrir menn. En þar sé eg kærleika drottins í skærara ljósi, en nokkur boðskapur um almátt eða alvit getur birt mér. Einkenni alls kærleika er, aS fórna sjálfum sér. Eg finn ekki þann kærleika, sem hjarta mitt þráir, við aS virða fyrir mér lög náttúrunnar. En eg finn hann í frásögunni um hinn líðandi Krist. V. Guð sagði: “ Veröi ljós.” HiS skærasta Ijós, sem guS sjálfur hefir kveikt, er ljós upprisunnar. Guði sé lof, að sú frásaga, er ekki í insta eðli sínu trúar- atriði, heldur sögulega staðfestur sannleikur. Menn geta deilt um það, á hvern hátt Jesús hafi upprisiS frá dauöum, ef þeir vilja, en ]jaS, að hann hafi efnt orö sín og risið upp, verður ekki hrakið. Hvaða gildi hefir sá boSskapur fyrir oss? “Ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yöar ónýt”, segir postulinn. En stærsta sönnunin fyrir boðskapnum þeim er sú, að fornkirkjan hefði ekki án hans lifað mörg ár, hvað þá held- ur aldir. Menn leggja ekki alt í sölurnar, eignir, mannorð, stöðu, lífsþægindi og lífið sjálft, fyrir dagdrauma, hversu fagrir sem þeir eru. Hinir fyrstu kristnu menn voru sannfærðir, eigi að eins um fegurð og göfgi ikristindómsins, heldur og það, að boðskapur sá væri sannur. Þeir voru svo sannfærðir, að þeir töldu alt annaS einskis vert hjá þeim sannleika. Og svo er það í raun og veru. An páskaboðskaparins væri krist'ndómurinn óuppfylt loforð, fagur draumur, skálda-hjal. En boðskapur Jesú, frelsara mannanna, eins og hann birtist í guðspjöllunum sjálfum, er staðfestur með þeirri sögulegu stað- reynd, aS hann reis upp frá dauðum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.