Sameiningin - 01.04.1924, Page 10
104
hann oss öllum, aS vér getum horft frarn á hinsta takmark v)rt
í ljósi upprisu-dýrðar hans.
En þá veröur dýrÖleg upprisa í sálum vor allra. Þá eiga
engin “stríÖ” sér staö, hvorki milli þjóSa eða einstaklinga. Þa
hverfur allur flokkarígur, öll IíjaSningavíg þjóðar vorrar, og
dauðadómur hennar um leiS. Öll bakmælgi, alt hatur, skeyt-
ingarleysi, léttúð, ónærgætni, -hroki og kærúleysi hverfur, en í
staÖ þess kemur ávöxtur anda GuSs: Kærleikur, glecSi, friÖur,
langlundargeð, góSlvndi, góSvild, trúmenska, hógværð og bind-
indi.” Og þá er þjóð vorri borgið bæði í lífi og dauða.
Því þá sýnir hún sig lifsins verðuga, er hún þiggur í alvöru
náðargjöf guðs í Kristi, þá náðargjöf, sem upprisa Jesú
staöfestir.
-----------o-------------
PÁSKAVERS.
Vér páska-hátíð höldum
Og lionum þakkir gjóldum,
Sem lífið lét á kross. —
1 anda upp að rísa,
lim eilífð þig að prísa
gcf þií, Meistarinn mikli, oss.
J. E.
----------o------------
Sumarmál.
“Verði Ijós, vermandi Ijós
Breiðist um alla bygð;
Þíði þaö kuldann og klakann úr sál,
kveiki þar elskunnar logandi bál,
Bfli það drengskap og dygð."
Hvaða gagn er að því, þó úti sé sumar og sól, ef kalt er
hugskot mannanna?
Ætli Islendingar sé kaldlyndari en aðrir menn?
Ætli vetrarríkið sé tiltölulega jafnmikiS í hjörtum þeirra,
eins og það er mikið á ættjörS’ þeirra?
Manni finst þaS stundum.
Þó hefir maöur vitað af svo miklum yl í íslenzkum sálum, a5
maður hefir trúað ])ví, að þar væri mikið sumar.
Hví er þá svo kalt venjulega í íslenzku félagslífi?
Vorkuldinn kemur af hafísnum.