Sameiningin - 01.04.1924, Side 12
106
ins, og tilnefni þvi sunnudaginn 18. maí næstk. til þess sérstak-
lega að minnast sunudagsskólamálsis í söfnuöum vorum.
Sérstakar tilraunir ættu að vera gerðar til þess aö láta dag-
inn ná tilgangi sinum. Sé úti í sveitum ekki byrjaður sunnu-
dagsskóli eftir vetrarhléiö, sem víðast hvar mun eiga sér staö,
ætti ekki með nokkru móti að byrja aftur seinna en þennan dag.
Og eigi þá aö byrja, þarf að vera búið að undirbúa það sem
allra bezt fyrir fram. Kennarar þurfa að vera fengnir, og þeir
þurfa aö hafa komið saman til aö ráðgast um verkið, sjá um,
að þau rit og bækur veröi fyrir hendi, sem við þarf, og á annan
hátt 'hafa alt hugsaö og útbúið áður en fyrsti sunnudagsskóla-
dagurinn kemur. Einnig þarf að hafa verið undirbúningur
með að ná til barna þeirra og unglinga, sem skólinn er ætlaöur
ýog þeirra fullorðnu likaj, svo þau viti hvenær skólinn á að
byrja og hafi fengið hvöt til að sækja hann. Vitað hefi eg það
gefast vel í þessu efni, að sunnudagsskólanefnd skifti þannig
með sér verkum, að einhver úr henni komi á hvert heimili, setn
skólinn ætti að ná til, og eigi tal við fólkiö og börnin um skól-
ann. Kostar þetta auövitað talsverða fyrirhöfn, en mun marg-
borga sig. Ekki sízt mun þessa vera þörf, þar sem sunnudags-
skóli ekki 'hefir verið á föstum fæti. Sé vel búið að undirbúa,
getur byrjunardagurinn hepnast svo vel, að það verði til að hug-
hreysta og hvetja bæði kennara og nemendur.
Þar sem sunnudagsskóli er annað hvort árið um kring, eöa
er byrjaður aftur að vorinu fyrir hinn tilnefnda dag fsem eg
vona að sé víða), getur þó undirbúningur undir þennan sérstaka
sunnudagsskóladag verið með svipuðu móti og hjá þeim, sem
þá eru að undirbúa byrjun sunnudagsskóla. Sunnudagsskóla,-
nefndir og kennarar þurfa að hafa fund meö sér nokkru áður til
að ráðgast um undirbúninginn. Eigi að leitast viö að auka að-
sókn að skólunum, þurfa starfsmenn skólanna aö athuga vel frá
hvaöa 'heimilum geti verið von um viðbót í skólann, og skifta
þannig með sér verkum, að hvert slíkt heimili verði heimsókt í
erindum fyrir skólann. Með slíku móti og slíku móti einungis
verður gerð verulega ítarleg tilraun til að auka aðsókn; og á svip-
aöan hátt þarf að heimsækja heimilin, ef börn, sem byrjuð eru á
sunnudagsskóla, hætta eöa ganga stopult. Þessi aðferð er við-
höfð um þvert og endilangt þetta meginland hjá þeim, sem eru
miklu þroskaöri en vér í sunnudagsskólastarfi, og ættum vér að
sjálfsögðu af þeim að læra.
Vel væri til fallið, að sunnudaginn 18. maí væri sunnudags-
skólamálið gert að sérstöku umtalsefni viö guðsþjónustur safnað-
anna. Sé þaö vel auglýst fyrir fram, getur það vakið athygli og
M