Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1924, Page 16

Sameiningin - 01.04.1924, Page 16
110 “Helreiðin” í þessu tölublaði Sameiningarinnar byrjar sagan Helreiðin, eftir sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf, þá er hlotiÖ hefir Nobels-verðlaun fyrir ritsnild og fræg er orSin fyrir skáldsögur sínar. Mæla þaÖ sumir, aö Helreiðin sé merkilegust þeirra sagna, er S. L. hefir ritaö. Sagan hefir ekki verið þýdd á íslenzku fyr en nú, og telur Sameiningin sig vera hamingjusama aö veröa til þess að birta söguna á islenzku í fyrsta sinn. Sagan verður í allmörg- um tölublöðum, og þó all-langt mál í senn. Þýðingin islenzka er eftir Kjartan prófast Helgason í Hruna, og er gerð af þeirri vandvirkni og þeirn tökum á íslenzku máli, sem honum flestum öðrum fremur er trúandi til. Sameiningin er þess fullviss, aö lestur þessarar ágætu sögu verður öilum óblandin ánægja. ÁRSSKÝRSLUR. Enn eru ekki til mín koinnar ársskýrslur fyrir síöastliöiö ár, nema frá 24 söfnuðum. Skrifarar þeirra. safnaöa, sem enn eiga ósendar skýrslur, eru hér meö vinsamlega mintir á aö láta það ekki dragast lengur. Baldur, Man., 12. apríl 1924. F. Hallgrímsson, skrifari kirkjufélagsins. Úr Heimahögum. Nýjar kirkjur.—Á þessu vori veröa reistar tvær nýjar kirkjur, önnur í Selkirk, en hin í Lincoln County í Minnesota. Báöir þeir söfnuðir mistu kirkjur sínar í eldi fyrir nokkru. Veröa kirkjurnar nýju sérlega vandaðar báöa. Söngsamkoma.—í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg var söngsamkoma mikil haklin 10. þ.m. Söngflokkur, er hr. Davíð Jónasson hefir æft og stýrir, leysti þar af hendi mikið hlutverk af mikilli list. Kirkjan var því nær full af fólki. Aröinum af sam- komunni ('um $150.00J var skift til/helminga milli Betel og Jóns Bjarnasonar skóla. Hljómleikar þeirra Steingrímis K. Hall, organista við Fyrstu lút. kirkju í Wpeg, og frú Sigríðar Hall, sólóista viö sömu kirkju, sem haldnir voru í kirkjunni nýlega, voru meö afbrigðum vandaðir. Prof. Hall er aö undirbúa útgáfu sönglaga sinna. Frúin er á förum til New York til söngæfinga þar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.