Sameiningin - 01.04.1924, Qupperneq 19
113
Hann var aö gjöra aö gamni sínu, og flestir drengjanna hlógu
aö honum. Þeim þótti öllum vænt um Valda. En Lárus reiddist
og sagöi: “Eg get það, ef eg kærði mig um ^það!”
Nokkrar af stúlkunum, sem voru þar nálægt, heyröu samtaliö
og komu til þeirra.
“Eg Ihefi aldrei talaö viö neinn í kenslustund í heilan mánuö,”
sagöi ein þeirra.
“Eg talaöi aldrei alt fyrsta áriö, sem eg var i skólanum,”
sagöi önnur.
“Eg get þagaö eins lengi og eg vil,” sagöi ,einn af drengjunum.
“Hvers vegna gjörir þú það þá ekki?” spurði Valdi.
“Of mikil áreynsla,,” svaraöi hinn.
Þá rétti Valdi úr sér og sagöi: “Mamma segir, að eg megi bjóöa
öllum i okkar skólastofu heim til okkar, ef eg vil.”
Börnin hljóðuðu upp yfir sig af fögnuði, en Valdi flýtti sér að
bæta við: “En henni mundi ekki falla þaö, ef eg byöi neinum, sem
er vondur við Mörtu kenslukonu, því þær voru skólasystur.”
Svo gekk hann rakleiðis inn í skólann, og í því var skólabjöllunni
hringt.
Börnin gengu inn hávaðalaust, settust í sæti sín og tóku fram
bækur sínar. Þau kunnu óvanalega aö hegða sér vel, og þau sýndu
það öll í verkinu. Og svo fóru þau öll að Iæra af mesta kappi.
Það fór undir eins aö hýrna yfir kenslukonunni; og þegar
skólatíminn var liðinn, var hún ekki nærri því eins þreytuleg og hún
hafði veriö um morguninn. Tilraunin hans Valda ilitla til að hjálpa
henni, hafði hepnast fremur öllum vonum.
Þegar börnin fóru úr s’kólanum þann dag, tók Valdi allar bæk-
urnar sínar með sér. “Þú ætlar þó ekki aö hætta að koma í skól-
ann?” spur'ði Eárus forviða.
“Síður en svo,” svaraði Valdi; “en eg ætla eftir þetta aö Iesa
miklu meira heima.” —
Marta kenslukona vissi aldrei, hvað komið haföi fyrir, og hún
þorði ekki að grenslast eftir því. En henni fanst þetta vera nýtt
líf; börnin voru öll orðin svo góö og ástundunarsöm. Hún hrestist
með hv^rjum degi, og þegar skólaáriö var á enda, var hún hraust-
legri í sjón en þegar það byrjaði.
Og svo kom heimboðið daginn eftir að skóla var sagt upp. Það
þurfti engum að bjóða sérstaklega, því börnin vissu, að þau voru
öll boðin. Sú veizla stóð yfir allan- daginn. Faðir hans Valda sótti
börnin í hifreiöinni sinni stórii og fór með þau út á búgarð sinn.
Fyrst borðuðu þau miðdegisverð úti í fallega garðinum og léku sér
svo allan daginn, og fóru ekki heim fyr en þau voru búin að borða
kvöldverð.
Þau sögðust aldrei hafa lifað skemtilegri dag. Og Valdi skildi
það svo vel; hann skildi, að þau höfðu notið þessarar skemtunar svo
vel, af því að þau höfðu unnið til hennar.-------