Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1924, Page 28

Sameiningin - 01.04.1924, Page 28
122 ekk.i fremur en að lands-höfðinginn færi aö drekka þú-skál við okkur. Jæja, þiö skiljið ekki, hvað hann hræddist. Það var nú ekki auð-veitt upp úr honum, en einu sinni sagöi hann mér það samt. En ykkur langar ef til vill ekki að heyra það i nótt. Það er dálítið ískyggilegt, að fara með það hérna í kirkjureitnum, sem líklega hefir áður fyr verið grafreitur. Eða hvaö lízt ykkur?” Þeir voru fljótir til svars, kváðust ek'ki hræðast forynjur. Hóf hann þá sögu sína. “Þessi Jagsmaður minn, sem, eg nefndi,” segir hann, “var af heldra fólki kominn, hafði leikið sér í Uppsölum og stundað þar háskólanám, svo að ihann vissi meira en við, skal eg segja ykkur. En sér er nú hvað ! Á gamlársdag hafði hann hægt um sig og bragö- aði ekki dropa, til þess að vera viss um, að lenda ekki i handalögmáli eða verða fyrir slysum, er leitt gætu til bana. Hann kærði sig kollóttan, þó að hann dræpi sig einhvern annan dag. En ef hann dæi á gamlársdag, bjóst hann við, að verða að aka Helreiðinni.” “Helreiðinni ?” átu þeir eftir, báðir tilheyrendurnir, í einu hljóði. Unga manninum þótti gaman að ala á forvitni þeirra, svo að hann spurði þá aftur, hvort þeim væri það alvara, að vilja heyra söguna, og vera þó staddir á þeim stað sem þeir voru. Þeir báðu hann blessaðan að halda áfram. “Jæja”, segir hann þá, “lagsmaður minn stóð á því fastar en fótunum, að til væri æfagömul kerra, af sömu gerö og þær, er bændur hafa til vöruflutninga, en svo af sér gengin, að slíkt skrapa- tól væri skömm að sjá á alfara vegi. Svo er hún útötuð, að ekki sér í hana fyrir leir og leðju. Hjólásinn er brotinn og hjólgjarðirnar skrapa lausar. Hún skröltir svo að þaö ærir mann, ;þvi að aldrei hefir verið 4 'hana borið frá ómunatíð. Kerrugólfið er grautfúið, sætið brotið og bramlað, sessuræfillinn gauðrifinn. Fyrir kerru þessari gengur haltur jálkur, eineygður og grár fyrir elli, á tagl og fax. Svo er ,hann magur, að telja má rifin og svo harðhryggjaður. sem klósagarblað væri reist á rönd eftir bakinu. Hann er stirðfætt- ur, latur og karskur og hefir ekki ferð á við ungbarn á fjórum fót- um. ,Aktýgi eru á klárnum, slitin og tætt, þar er engin hringja á, en hnýtt saman með snærisspottum og bastað með tágum. Allar leggingar og önnur prýði er af: i stað þess koma slýjulegir hamp- spottar, svo óþverralegir að sköinm er að, en ekki skraut. og alt eftir þessu; aktaumarnir slitrur einar, hnútur við hhút, svo að þar verður ekki einum bætt við framar.” Þegar hér var komið sögunni lét sögumaður verða hlé nokkurt og seildist til flöskunnar. Hann vildi láta félaga sina hafa tíma til að ihugsa sig um og átta sig á sögunni. “Ykkur kann að þykja þetta lítt í frásögur fíferandi,” segir feann. “En bíðiö þið við Nú er þess að geta, hver í kerrunni situr, í taum- ana heldur, og klárinn keyrir. Sá er ekki burðugur. Hann situr

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.