Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 29

Sameiningin - 01.04.1924, Síða 29
123 ‘hokinn og hnipinn. Varirnar svartbláar, i .kinnarnar fölar, augun brostin. Hann er i svartri úlpu, síöri og nærskorinni. Við hana er fest hetta niikil og slútir fram yfir andlitið. í !hendi hefir hann sigS ryö- uga og lekki biturlega. Þessi, sem í kerrunni situr, er ekki algengur jökumaöur, skal eg segja ykkur, hann er í vinnu hjá öörum og á haröan ‘húsbónda, sem heitir Dauði. Dag og nótt veröur hann aö vera á erli og reka erindi húsbónd- ans. Hvenær, sem einhver á aö deyja, veröur hann að vera til taks, eins og þiö skiljið. Og þá drattast ihann líka viö aö koma eins hratt og hann getur í skröltandi kerrunni með skjögrandi jálkinn fyrir.” Hér lætur áögumaöur aftur veröa málhvíld og reynir að1 sjá framan í félaga sína. ‘Hann sér, aö þeir taka eftir, svo vel, aö ekki verður betur á kosiö. Tók hann þá aftur til máls. “Sjálfsagt hafiö þiö,” segir hann, “ einhvern tíma séð' einhverj- ar myndir af dauðanum. Og iþá hafiö þiö tekiö eftir því, að hann er oftast látinn vera gangandi. En þessi í kerrunni er ekki dauðinn sjálfur, heldur vinnumaöur hans. Eg get hugsað mér, skal eg segja ykkur, aö dauöi-nn, svo mikill höfðingi, vilji ekki iheyja nema á beztu blettunum,-veigamestu grösin, en lætur vinnumanninn um ýlu- stráiiv og anniað smágresi á útskefjunum. En nú kem eg að því, sem mér þykir mest um vert -í sögunni. Eg býst við að þessi vinnumaður sé ekki rígfastur í visti-nni. Klárinn er alt af sá sami og kerran sú sama, se-m höfð er aö þessum erindum, -en hjúaskifti veröa þar stundum. Sá maöur, er síðast deyr á árinu, sá, sem skilur við í því bili að klukkan er tólf á nýársnótt, hann er sjálfsagður aö veröa ökumaöur dauðans. Lík lians er grafið eins -og annara manna, en svipurinn hans veröur aö fara í svörtu kápuna, taka sigðina t hönd, setjast í kerruna og aka frá einni banasæng til annarar —árið út— þangað til hjúaskifti veröa aftur næstu nýársnótt.” Sögumaður þagnar og horfir á félaga sina, til að sjá, hvernig þeim verður við, en fláræðið skein út úr sjálfum honum. Hann sér aö- þeir líta upp fyrir sig til klukkunnar í kirkjuturninum, eins og tþeir byggjust við að sjá hana í myrkrinu. Þá segir hann: “Klukk- an sló nýlega þriöja stundarfjórðunginn til tólf, svo að þið getið verið óhræddir, háskastundin er ekki komin enn. En nú skiljiö þið, vona eg, hvað það var, sem lagsmaður minn var hraaddur við'. Ekk- ert annað en þaö, að hann kynni aö deyja undir mið-nætti á nýárs- nó-tt og verða síðan neyddur til að aka Helreiöinni. Eg held -honum hafi fuindist hann iheyra s'kröltið í -henni allan gamlársdaginn, því að alt af var hann eins og á nálum. Og — viti menn — eg heyri sagt, aö hann hafi dáiö' í fyrra, einmitt á gamlárskvöld, það er inú það merkilegasta við söguna.” “Dó hann iþá rétt undir miðnættið ?” “Ekki /hefi eg heyrt, ihve framorðið var. Hitt veit eg, að hann dó á gamlárskvöld. Nú, eg hefði getað sagt honum það fyrir, að sá dagur yrði dauðadagur hans af því hvað það tók alt af upp á hann að lifa þann dag. Ef þiö tækj-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.