Sameiningin - 01.04.1924, Side 31
125
að gera út um þetta í góðu, ekki sízt þegar viö ihugsum út i söguna,
sem eg var aö enda við aö segja ykkur.”
Flækingarnir voru svo druknir, aö þeir mundu nú varla leng-
ur, hvað í efni var. En í bardagahug voru þeir komnir, og réöust nú
að félaga sínum meö steyttum hnefum. Hann hafði ekki svo mikið
viö, aö hann stæöi upp; hann vissi, aö hann átti alls kostar viö þá.
Hann sat flötum beinum á jöröinni, rétti út handleggina, stjakaði
við körlunum og hratt þeim sínum í hvora áttina, eins og hundum.
En eins og ólmir hundar ruku þeii’ á hann aftur og annar þeirra
kom á hann höggi fyrir brjóstið. í því bili finnur hann eitthvað
volgt renna upp um hálsinn og fylla munninn. Hann man þá, að
hann haföi skemd í öðru lunganu og dettur í' hug, aö nú sé hann aö
fá blóöspýju. Hann gefur þegar upp vörnina, fleygir sér niöur á
grúfu, og blóðið fossar út um munninn.
Þetta var ekki efnilegt. Og þó versnaöi sagan enn meir. Þegar
karlarnir sáu beljakann hníga út af og fundu hendur sínar löðra í
volgu blóði, þá uröu þeir hræddir, hugðu, að þeir hefðu orðið hon-
um að bana, lögðu á flótta, og skildu hann einan eftir.
Blóðspýjan rénaöi smám saman, en tók sig upp aftur hvað lítið
sem maöurinn hreyfði sig til þess að reyna að rísa á fætur.
Þarna lá hann endilangur á jörðinni, og honum fór að verða
ónotalegt af raka og kulda, enda þótt frostlaust ’væri. Ilann finnur
að það er að verða úti um hann, ef enginn kemur honum til hjálpar
og flytur hann í húsaskjól. Hann er stadduri svo aö segja í miðjum
bænum og fjöldi manna er á ferli, því aö þessi uótt er nýjársnótt;
hann heyrir umganginn um göturnar kringum kirkjureitinn, en eng-
inn kemur inn. Hann heyrir glögt klið af mannamáli í öllum áttum,
og honum finst hastarlegt, að verða að deyja af hjúkrunarleysi—og
mannhjálpin þó svona nærri.
Hann þrokar enn .við stundarkorn, en kuldinn er aö verða ó-
þolandi. Hann finnur, aö ekki er tiltök að geta staðiö upp. En
hann hugsar sér aö reyna þó aö minsta kosti að kalla á einihvern.
En lánið er ekki með honum. í sama bili og hann rekur upp óp
sitt, tekur klukkan til að slá tólf í turninum uppi yfir. Og sterkur
málmhljómurinn yfirgnæfir svo gersamlega mannsröddina, að eng-
inn tekur eftir henni. Og engin leið er að kalla í annað sinn. Því
að eftir áreynsluna tekur blóðið að renna af nýju upp úr honum,
og þaö með þeirri ákefð, að faonum fanst að alt blóðið í æðum hans
vera að hóta að ganga úr vistinni, og framkvæma þá faótun, eins ótt
og faugur hans gat hugsað. “Þaö getur varla átt sér stað,” hugsar
liann með sér, “aö eg deyi nú rétt á meðan klukkan er að slá mið-
næturslögin” En í því bili þykir faonum sem hann slokni líkt og
útbrunnið skar. Myrkur og ómegin sígur yfir hann á því auga-
bragði, er síðasta slagið dunar frá klukkunni og boðar, aö nýárið
sé komið.