Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 5
hann haföi flutt hana á 9. sd. e. trin., 2. ágúst 1874. Má það telja víst, að margir verÖi til þess að lesa ræöuna nú á fimtug- asta afmæli hennar. Nú vil eg víkja máli mínu aS prédikunartextanum úr I. Sam. bókinni, sem eg þegar hefi lesið. Það voru tímamót í sögu hins útvalda lýös, eða komið fast aö tímamótum. Mennirnir, sem textinn nefnir, Elí og Samúel, eru á þeim tímamótum. Elí er gamall, Samúel ungur. Elí er orðinn sjóndapur og hrumur; Samúel er fullur af fjöri æskunnar. Elí er fóstri Samúels; Samúel virðir og elskar fóstra sinn. Báðir eru þjónar Guðs og góðir menn. Þar sem Elí situr í rökkrinu, logar enn á “Guðs lampa’’; við þann lampa hefir sveinninn Samúel lært að lesa hjá fóstra sínum, og nú hefst hann við nætur sem daga þar sem “Guðs örk” var. Elí er í rauninni síðasti málsvari dómara-tímabilsins, síðastur 'hinna ágætu leiðtoga, sem þjóðin hafði átt þá hetjulegu söguöld. Samúel verður hlekkurinn á milli hins gamla og nýja; hann er vænstur og vitrastur allra dómaranna, og hann leggur einnig grundvöllinn undir hið glæsilega ríki konunganna, sem tóku við af honum. Það var fremur raunalegt ástand þann tíð, sem textinn er miðaður við. Um það segir textinn: “Og orð frá Drotni var sjaldgæft á þeim dögum, vitranir voru þá fátíðar.” Það verð- ur jafnan dauft og dimt hjá þeirri þjóð, þar sem orð frá Drotni er sjaldgæft, og andlegt líf fer að forgörðum, þar Sem “vitran- ir” eru fátíðar. Elí og þjóð hans átti erfitt. Þó Elí væri góður maður og geymdi með sjálfum sér trúlega orð Drottins, þá hafði hann skort mátt og viljaþrek til þess að standa á móti tíð- arandanum. Synir hans, prestarnir Hofní og Pínehas, voru menn skeytingarlausir um embætti sín og höfðu lagst í drykkju- skap og óreglu. Vegna agaleysis hafði nú Elí mist allan hemil á þeim, og alþýðan fylgdi dæmi hinna ungu leiðtoga sinna og lenti í óreglu og vesaldómi. En nú kemur Samúel ungi til sögunnar. Hann hafði verið Guði helgaður frá móðurlífi. Ungur las hann fræði lífsins við Guðs lampa. Frá æsku var honum Guðs örk kær. Svo kallar Guð hann í sína þjónustu. Rödd Guðs talar í sálu hans, og röddinni guðlegu hlýðir hann fúslega. “Drottinn kallaði á Samúel og hann sagði: Hér er eg.” Drottinn ætlaði honum mikið æfistarf. 'Hann átti að verða leiðtogi lýðsins og kennari í nýju mnhverfi. Margt þungt spor varð Samúel að stíga siðar,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.