Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 27
249 svo haföi hann aldrei grátiö, síðan hann var barn. Eftir þetta haföi hann heitiö því sjálfum sér, a<5 snúa viö blaöinu og bæta ráö sitt. Hann liaföi aldrei skiliö það áöur, hvernig þaö var á bragð- ið, aö reynast þeim verst, er liann unni mest. Og hugurinn hvarfl- aöi til konu og barna. Á þeirri stundu varö honurn þaö ljóst, aö þau mundu eiga við bágt að búa. Og þá hét hann því, aö þau skyldu aldrei framar þurfa undan honum aö kvarta. Því var þaö, aö hann þráöi aö sjá konu sína kveldiö, sem hann var látinn laus; liann hlakkaði til, aö' rnega segja henni, að hann ætlaöi sér að byrja nýtt líferni. • “En hún kom ekki til móts viö hann aö fangelsisdyrunum, og ekki mætti hann henni heldur á heimleiðinni. Annað var þó verra. Þegar hann kom heim og barði að dyrum, þá lauk hún ekki upp, hratt ekki huröinni á víöa gátt, eins og hún var vön aö gera, þegar hann hafði verið lengi aö heiman. Illan grun setti að honum i bili, en hann vísaði honum á bug. Hvernig mætti þaö vera, aö illa tækist til nú, þegar hann haföi ásett sér aö verða nýr maður? “Konan var vön að stinga lyklinum undir fótaþurkuna, þegar hún fór að heiman. Davíö beygir sig og þuklar, og finnur lykilinn á sínum staö. Hann lýkur upp, og sér inn í híbýli sín. Honum flýgur í luig, hvort hann hafi farið húsavilt, því að stofan hans var galtóm; reyndar ekki að öllu tóm; flest húsgögnin voru kyrr; en þar var enginn maður. Enginn matur var þar heldur, né eldivið- ur; og engin gluggatjöld; stofan öll rykug og óvistleg, eins og ■enginn hefði komið þar í rnarga daga. “Hann fer til nágranna sinna, og spyr, hvort nokkuð1 hafi orðið áð konunni sinni, meðan hann var aö heiman. Því aö hann var að reyna að ímynda sér, aö hún kynni aö hafa farið í sjúkrhúsiö. ‘‘Nei, nei; þaö gekk ekkert að henni, þegar hún gekk í burtu hérna um daginn’, sögðu þeir. ‘En hvert hefir hún þá fariö?’ ‘Það er nú það, sem enginn veit,’ sögðu þeir og hann sá, að þeir hlökkuðu yfir, og voru þó fullir forvitni. Hann sá því, að ekki gat verið nema um eitt að gera. Konan hlýtur að hafa neytt færis, rneöan hann var í haldi, og strokið. Hún hefir haft börnin með sér, og annað það, sem hún gat sízt án verið, gerir honum ekki aðvart á nokkurn hátt, en lætur hann bara koma heim aö tómum kofanum— liann, sem liafði hlakkað svo ákaft til heimkomunnar; hann haföi tekið .saman og kunni, þaö sem harin ætlaði að segja við hana; hann ætlaði hreint og beint aö biðja hana 'fyrirgefningar. Hann átti sér vin, mann, sem hafði verið í heldri manna röð, en var orð- inn gerspiltur drykkjumaöur. Davíö hafði ásett sér að slíta öllu félagi við þann mann, og var hann þó bæði mentaður og fróður, og fyrir því hafði Davíð gengist, engu síður en hinu, sem lakara var í fari hans. Næsta dag hafði hann hugsað sér að fara þangað, sem hann áður hafði haft atvinnu, og beiðast viðtöku aftur. Hann var staðráðinn í að vinna baki brotnu fyrir konu og börnum, það skyldi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.