Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 25
247 bæri DavíS hatur til konu sinnar, og að hann heföi tekiö saman viö hana aftur, til þess aö hefna sín á henni, en ekki af því, að hann fýsti aö endurreisa heimili sitt. “Eg heyröi, hvernig hann masaöi viö frúrnar um föðurást sína. Þær svöruöu honum því, aö rækt sína viö börnin gæti hann bezt sýnt með þvi, aö hlýða boðum læknisins og varast að sýkja frá sér; ef hann gætti þess, sæju þær ekkert á móti því, að börnin fengju að vera kyrr heima. “En hvorug þeirra hafði enn grun um, hvað undir bjó. Það var eg, sem fyrst skildi það. ‘Hann ætlar sér að halda börnunum heima,’’ hugsaði eg, ‘og gildir einu, þó að þau sýkist.’ “Þetta sama sá líka konan hans út úr honum. Hún hljóðaði upp, og var sem frá sér numin. ‘Morðinginn þessi’, sagði hún, ‘hann vill ekki láta mig koma börnunum burt; hann ætlar að sýkja þau og láta þau deyja. Með því hefir hann hugsað sér, að hefna sín á mér’. “Davíð ypti öxlum, sneri sér frá henni og sagði við frúrnar: ‘Það er satt, að eg vil ekki skrifa undir skjalið ykkar’. “Um þetta var þjarkað af kappi og reynt að koma viti fyrir Davíð. Húsfreyja var stórorð, og jafnvel aðkomu-konunum spratt roði í kinnar. En hann brá sér hvergi og sagði með hægð, að hann gæti ekki séð af börnunum. “Eg heyrði á alt þetta, og varð hræddari en frá megi segja. Engin af hinum konunum gat fundið eins sárt til og eg, þvi að eg var sú eina, sem elskaði illvirkjann. Eg vonaði og vonaði, að þeim hugsaðist að segja eitthvað það, er honum gengist hugur við. Mig langaði til að spretta fram úr skotinu, þar sem eg stóð. En það var eins og eg væri einhverjum furðulegum fjötrum reyrð, og gat ekkert. ‘Til hvers er að þjarka við hann?’ lnigsaði eg, ‘annar eins maður og hann gengst ekki fyrir öðru en ógnunum.’ Hvorki konan hans, né hinar, höfðu nefnt guð á nafn, né hótað honum reiði hans. Mér fanst eg hafa refsivönd guðs í hendi mér, en eg megnaði ekki að reiða hann til höggs. “Loksins féll talið niður. Frúrnar stóðu upp og ætl.uðu að fara. Þær höfðu engu á orkað; og húsfreyja ekki heldur; hún hafði lagt niður vopnin og var hnigin í örvilnan. “Eg neytti enn einu sinni allrar orku, til þess að fá hreift mig og tekið til máls, og þótti mér það meiri þrekraun en aðrirl menn mundu í hafa komið. Orðin brunnu mér á vörum. ‘Þú, hræsnari!’ vildi eg sagt hafa; ‘heldurðu að eg sjái ekki, hvað þú hefir í hyggju? Eg er nú að deyja, og eg stefni þér fyrir dómstól Guðs. Eg ásaka þig fyrir hinum æðsta dómi um morð barnanna þinna. Eg skal bera vitni á móti þér.’ “Eg rétti úr mér, og ætlaði að hreyta fram þessum orðum. En þá var eg ekki lengur stödd heima hjá Davíð Hólm; þá var eg

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.