Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 10
232 Þú mátt ekki lítilsvirÖa hreina prédikun orÖsins lielga, enda þótt þér kunni aÖ finnast prédikaranum í mörgu ábótavant. Snjöll- ust-u ræðumennirnir eru ekki ávalt ibeztu prédikararnir. Hver kristinn safnaöarmaður hefir helgar skyldur gagnvart prédikaninni í söfnuði sxnum. Hann má aldiæi láta sig vanta, þegar orð Guðs er prédikað, sé hann ósjúkur, eða ekki á þann hátt forfallaður, sem hann sjálfur treystir sér til að íættlæta í samtali við Guð sinn. Undirbúinn í hjarta sínu á kristinn maður jafnan að koma til kirkju. Hann á að ganga biðjandi í Guðs hús til þess að hlýða á prédikun Guðs orðs. Bænir safnaðarfólksins, eru vængir prédikunarinnar. Sé ekki beðið fyrir prédikaninni og prédikaranum, þá er lítils árangurs að vænta til friðar og bless- unar af kirkjugöngunni. Maður sækir það venjulega í kirkju, sem maður vill, það seiu maður væntir og býst við. Sá söfn- uður, sem væntir sér mikillar blessunar af oi'ði Drottins og biður hjartanlega um mikla blessun af prédikaninni, fær að verða aðnjótandi mikillar 'blessunar. Lofaður sé góður Guð á 'hæðum, sem oss hefir gefið í 50 ár prédikun síns heilaga orðs á voru kæra móðurmáli. Guð blessi prédikun orðsins niðjum vorum í þessu landi á hverri tungu, senx hún verður borin fram af þeim, sem taka við af oss. Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með oss öllum. Amen. ----------o--------- Minningarsjóður frú Láru Bjarnason. Það er hvorttveggja, að sjóður þessi er lítill og fyrir stuttu stofnaður, enda munu fæstir um hann vita, eða hafa heyrt hans getið. En þar sem hann er ætlaður til líknarstarfs og almenn- ingi til afnota, virðist rétt að skýra frá honum hér. Byrir rúrnu ári síðan var sjóðurinn stofnaður af kvenfé- lagi Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg. Var hann byrjaður með $300 frá kvenfélaginu, sem síðan hefir bætt við hann $200. Er því sjóðurinn nú $500 auk dálítilla bankavaxta. Hugmyndin með sjóð þenna er sú, að verja honum til að byggja sjúkrastofur við gamalmenna-heimilið Betel. Hugsunin er ekki sú, að auka við hælið þannig, að það rúmi fleira fólk, heldur en þar er nú, en að bæta við svo sem tveimur herbergj- urn, sem nota mætti fyrir þau gamalmenni, sem veikjast, svo að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.