Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 9
231 einn—einn hjá Guði. Sagan segir, aÖ x 40 daga hafi Móse dvaliÖ einn á fjallinu hjá GuSi. En þegar hann kom niÖur af fjallinu, stöfuðu geislar af ásjónu hans og fólkið þoldi naumast aS horfa á andlit hans fyrir bjartleika sakir. Svipaður því þarf andi prédikarans að vera, er hann stígur í stól til að prédika um Guð og frelsarann. Fyrir því þarf prédikarinn að hafast við sem oftast í einvenx lestrarstofu sinnai’, og lestrarstofan á að vera bænahús hans. Þar les hann allar stundir við Guös lampa og biöur við náðarstólinn, sem er hjá Guðs örk. En auk þess þarf prédikarinn, svo hann reynist hæfur, að vera fús og ötull námsmaður almennra fræða alla æfi sína, og ekki sízt þá aldur- inn fer að færast yfir hann. Hann verður að þekkja hugsana- strauma samtíðar sinnar, bæði í trúarbrögðum og mannfélags- málurn. Hann verður að fylgjast meS mannsandanum á veg- um leitandi framsóknar. Hann verður að aga sjálfs sín skyn- semi, svo hún sé hleypidómalaus og frjáls, og geti fyrir leið- sögn heilags anda notfært sér aukna þekkingu hins nýja tíma, og telja sér það aldrei vanvirðu að breyta um skoðun á skilnings- atriðum, ef andi sannleikans vill leiöa út á nýjar Ibrautir. En nú er það eitt af meinum vorurn, islenzkra prédikara, að vér ýrnist af eigin hvötum eöa tilknúðir af venjum og kröf- um fólksins, gefum oss alt of mikið við annarlegum hugsunum og annarlegum störfum. Vér erum sí 0g æ að þeyta lúður um þau efni, sem oss ekki varða öðrum fremui', og eyðum tíma og hugsun í margskonar félagsbrask, er ekki iheyrir Meistara vor- um til. Kannast eg þó við réttmæti: hins fornkveðna og kristi- lega orös: “Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.” En vort vei'k er að prédika. Alt sem dregur -hug vorn frá því verki, eða verður til þess að gera aðstöðu vora erfiðari, verður að víkja. Drottinn gefi oss náð til þess að minnast ábýrgðar þeirr- ar, sem á oss hvílir. Guð gefi oss heilagan anda, svo vér getum prédikað orð hins eilifa lífs með krafti. Og ekki mátt þú heldur gleyma því, kæri safnáðarlýður, að þú ber ábyrgð á hinni kristilegu prédikun, sem Guð hefir gefið þér, ekkert síður en prédikararnir. Þú veður að viðhalda pré- dikuninni hjá þér og gera hana kröftuga, með því að leggja lotningarfulla rækt við hana. Þér verður að skiljast það, að prédikunin er heilög. Það er þín prédikun—prédikun Guðs til þín. Heilagur andi býr í sannri prédikun Guðs orðs. Elleilagur andi talar þar til þín, talar þar um synd þín og um náðina, sem Guð gefur þér í Jesú Kristi, — náð til helgunar og sáluhjálpar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.