Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 12
234 til heiöingjatrúboösins, en síðastliöiö ár gáfu fjögur prestaköll ekk- ert. í alt hafa samskot til heiðingjatrúboös oröið þrisvar sinnum meiri en á síöastliönu ári. Þrjú trúboðsfélög kvenna eru nú starf- andi: í Selkirk, Wynyard og Minneota. Hiö síðasttalda var myndað síðastliðiö vor. Mörg kvenfélög hafa veitt trúboöinu ein- lægan stuðning og ákveðinn, en ekki nema fimm sunnudagsskólar. Eg hefi í þessum “frítíma”, mínum-auk þessa, starfað tíu mánuði meöal safnaða U.L.C. í Bandaríkjunum. Part af þeim tíma stund- aði eg nám við Columbia háskólann í New York, líka viö Chicago háskólann og á prestaskóla vorum í Chicago. Eg hefi einnig á ýmsum þingum syðra mætt fyrir hönd trúboðsnefndar vorrar. Við vonuðum, aö okkur yröi leyft að fara aftur 'til Japan í September. En dr. Knubel, forseti U.E.C., fór þess á leit við heiö- ingjatrúboðsnefndina, að við yrðum viöstödd á allsherjar þingi U.L.C., sem á aö halda í Chicago eftir miðjan október. Þetta þýð- ir, að viö getum ekki farið af stað fyr en um miðjan nóvember, ef viö heimsækjum söfnuðina á ströndinni, sem okkur langar til að gjöra. Forseti kirkjufélags vors hefir beðið mig að flytja hvetjandi ávarp hér um heiðingjatrúboð. Það er hjartans löngun mín, og eg bið Guð þess, að þaö, sem eg segi, miöi til þéss að vekja sterkari áhuga í hjörtum yðar allra, og aö þér öðlist á þessu sviði kirkju- starfsins meira og fegurra útsýni, og þá veit eg, að þér munuð biSja enn meir fyrir trúboðanum yðar. Þegar við fórum til Japan fyrir átta árum síðan, vissi eg vel um þörfina á starfi heima fyrir, og tækifærin til þess að láta gott af sér leiða fyrir fslendinga á þessum stöðvum. Og nú í ár hefir þörfin heima fyrir snortið mig enn á ný. Það er engin fórn af okkar hálfu að fara til Japan, nema að þvi er viðkemur tækifærum að menta börnin okkar. Við höfum áhuga fyrir og gleði af starf- inu á trúboðssvæðunum, en hjörtu okkar blæða, er við hugsum um andlega ástandið eins og þaö er hjá íslendingum í Ameríku. Það var von mín og bæn, er eg bauðst til að verða heiðingjatrúboöi á júbílþinginu 1910, og eins 1916, er við lögðum af stað — þegar kirkjufélag vort hafði tekið aö sér ákveðið trúboðsstarf og ein fjöl- skýlda kirkjufélagsins hafði heyrt og hlýtt kallinu til að starfa meðal heiöingja erlendis, að prestar vorir og söfnuðir fyltust nýjum áhuga fyrir starfinu heima fyrir, — að för okkar yröi til þess meðal annars, að áhugi safnaðanna fyrir verkinu heimafyrir yrði ákveðnari, að þeir, sem kalla sig kristna meðal vor, fyltust gleði yfir tækifærum þeim, sem Drottinn veitir til að gjöra vilja hans. Þér vitið bezt sjálfir, hvort von min hefir ræzt enn. En eg held áfram að biðja. Tilgangur heiðingjatrúboðsins og útbreiðslustarfs kirkjunnar er sá, að gjöra heiminum Jesúm Krist kunnan. Verk vort er að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.