Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 32
254 kann atS bíða mín, í samanb.urði viS það' lán, aS eg er nú ekki lengur í óvissu um það eina, sem vert er að vita. Eg þakka þér, Guð minn, aS eg er kominn út úr myrkri jaröneska lífsins. Eg lofa þig og vegsama í allri minni eymd, því aö nú veit eg, að þú hefir sæmt mig gjöf eilífs lífs.” Kerran skrönglaðist aftur á staS. En orS Öku-Gríms hljómuðu lengi á eftir í eyrum Davíðs. Og þetta var í fyrsta sinn, að hann kendi ofurlítið í brjósti um gamla lagsmanninn sinn. “Hánn er hraustur maður”, hugsaði Davíð, “hann barmar sér ekki, þó að hann eigi þess enga von, að verða leystur frá starfi sínu.” Þetta varð langt ferðalag og virtist aldrei ætla að taka enda. Þegar þeir höfðu ferðast langa lengi, og Davið hugði að þeir hefðu verið að minsta kosti sólarhring á leiðinni, þá komu þeir út á víða velli. Himininn var orðinn heiður, tunglið skein glatt og stóð mitt á milli fjósakarlanna og sjöstjörnunnar. Klárinn þumlungaðist á þremur löppunum yfir sléttuna, hægt og sigalega. Þegar þeir loksins voru komnir yfir hana, leit Davíð upp og ætlaði að gá að, hvað tunglinu hefði miðað áfram. Þá sá hann, að því hafði alls ekkert miðað, og varð hvumsa við. Þeir héldu áfram. Við og við leit Davíð upp, og sá alt af, að tunglinu þokaði ekki um þumlung. Það var enn þá mitt á milli fjósakarlsins og sjöstjörnunnar. Nú mintist hann og þess, að aldrei hafði hann séð birta af degi og aldrei kvelda síðan hann lagði af stað, þó að honum fyndist tím- inn lengri en sólarhringur. Þeir óku og óku, stundunuin saman, að því er Davíð fanst. En vísirinn á stundaklukku tímans stóð grafkyrr. Hann liefði verið til með að trúa því, að stundaklukka verald- arinnar stæði. En þá mundi hann eftir því, að Grímur hafði sagt honum, að tíminn væri teygður og þaninn, svo að hann entist öku- manninum til þess að vitja allra þeirra, sem honum var ætlað. Og þá fór honum að skiljast það, að sá tími mundi ekki vera nema fáein augnablik, eftir tímatali mannanna, sem honum væri dægur, eitt eða fleiri. Á æsku-árum hafði Davíð lieyrt þess getið, að einu sinni hefði maður nokkur dvalið um tíma í bústöðum sælla anda. Þegar hann kom aftur, til mannheima, hafði hann sagt að hundrað ár i himna- riki væru ekki lengur að liða en einn dagur á jörðu. Hver veit nema einn dagur í Helreiðinni sé aftur jafnlengi að líða og hundrað ár á jörðu. Davíð blöskraði þessi hugsun. Og í annað sinn fór hann að kenna i brjósti um Grím og hugsaði með sér: “Ekki er furða, þótt hann langi til að losna. Eangt hefir árið verið honum.” * * * ('FramhJ.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.