Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Síða 23

Sameiningin - 01.08.1924, Síða 23
245 Þaö var karbætt aö utan meö boríSabútum og pappa; gluggarnir skakkir og skældir; strompurinn úr járnplötu. “Eg sá reykjareim leggja upp úr strompinum; af því réöi eg, aö þar væri mannaíbúö, og sagöi við sjálfa mig: ‘Hingað hefi eg auðvitað átt að fara’. “Brattur stigi lá upp að dyrunum; var hann sjáanlega fremur ætlaður fuglum en mönnum. Eg gekk upp stigann, tók í læsingar- járnið, fann að hurðin var ólæst, heyrði mannamál inni og gekk rakleiðis inn.” “Enginn leit við mér, þegar eg kom inn. Eg hypjaði mig því út í horn og beið þess, að á mig væri yrt; því að það þóttist eg vita víst, að þarna biði mín eitthvert brýnt erindi. “Þá kom mér nú til hugar, að hér væri eg komin í eitthvert út- hýsi, en ekki mannahíbýli. Húsgögn voru þar nærri engin, ekki svo mikið sem rúmstæði. í einu horninu lágu nokkrar rúmfata- druslur. Enginn stóll var þar, nema brotin skrifli, en eitt borð úr ólitum fjölum. “Alt í einu datt mér í hug, hvar eg var niður komin. Því að eg sá Unu, konu Davíðs Hólms, standa á miðju gólfi. Þau hafa þá flutt sig, hugsaði eg, meðan eg var í hælinu. En hvernig stóð á, að hér var svo sár-fátæklegt? Hvar voru húsgögnin, sem þau höfðu átt? Hvar var fallega dragkistan, saumavélin og......... Nei, það var ekki til neins að telja upp. Hér vantaði alt. “En hvað er að sjá konuna? hugsaði eg, hvað hún er niður- bæld og garmaleg! Hún hefir tekið stakkaskiftum síðan í vor. “Það var að mér kornið að hlaupa til hennar og spyrja hana. En eg hætti við það af því að hjá henni stóðu tvær ókunnugar frúr, og þær voru allar sokknar niður í einhverja samræðu. “Konurnar voru allar þrjár mjög alvarlegar, og mér skildist innan skamms, hvað um var að vera. Það átti að fara að flytja bæði börnin þeirra Daviðs á barnahæli, til þess að þau sýktust ekki af föður sínum. Hann var talinn hafa lungnatæringu. “Eg átti bágt með að trúa því, að eg hefði heyrt rétt. Óhugs- andi er, aö Davið Hólm sé berklaveikur, hugsaði eg; að vísu hafði eg einhvern tíma heyrt þess getið, en eg trúði því ekki. “Annað var og, sem mig vantaði skýringu á. Eg heyrði ekki talað nema um tvö börn; en eg þóttist muna, að börnin hefðu verið þrjú. Ekki leið á löngu, þangað til eg heyrði hvernig i því lá. Una Hólm hafði farið að gráta, þegar talað var um börnin. Önnur aðkomu frúin hafði sagt eitthvað vingjarnlega við hana, á þá leið, að svo vel skyldi fara um börnin hennar á hælinu, sem á góðu heim- ili væri. “Þá heyrði eg Unu svara: ‘Frúin þarf ekki að setja það fyrir sig, að eg græt’, sagði hún. ‘Eg mundi gráta sárara, ef eg gæti ekki komið börnunum í burtu. Yngsta barnið mitt er í sjúkrahúsinu; og þegar eg hefi séð, hvað hann á bágt, auminginn, þá hefi eg heitið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.