Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 3
ftlánaðarrit til siuðnings kirkju og lcrisiindómi íslendinga gefiff út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. i Vestrheimi XXXIX. árg. WINNIPEG, AGÚST 1924 No. 8. Prédikun orðsins. Fimtíu ára minning íslenzkrar prédikunar í Yesturheimi, 1874 — 1924. (Prédikim ílutt á kirkjuþlngi 22. júní 1924, af séra Birni 11. Jónssyni, D.JX) BÆN. Drottinn, þú hefir veriö oss athvarf frá kyni til kyns. ÁÖur en fjöllin fæddust og jöröin og heimurinn urðu til, frá ei- lifð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þá hann er liðinn. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öölast viturt hjarta. Snú þú aftur, Drott- inn, og aumkast yfir þjóna þina. Metta oss að morgni með mis- kunn þinni, að vér megum fagna og gleöjast alla daga vora. Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum og dýrð þína hörnum þeirra. — Vér lofum þig, heilagi Guð, fyrir það, að þú hefir látið loga á lampa þínum hjá oss í fimtíu ár. Vér þökkum þér fyrir þjóna þína, er þú sendir til vor í öndverðu með GuSs örk náð- arboðskaparins og fyrir það, að þú hefir viöhaldið prédikun þíns heilaga orðs á meðal vor fram á þennan dag. Blessa þú oss öllum þessa minningar-stund, heilagi faðir, i Jesú nafni. Amen. . , TEXTl. Og orö frá Drotni var sjaldgæft á þeim dögum; vitranir voru þá fátíffar. Þá bar svo til einn dag, þá ef Elí svaf á sínum vanalega stað, og enn var ekki sloknað á Guffs lampa, en Samúel svaf í musteri Drottins, þar sem Guðs örk var, að Drottinn kallaði á Samúel og hann sagffi: Hér er eg.—I. Sam. 3, 1-4. Kristnu tilheyrendur! Guðsþjónusta þessi á að vera helguð minningunni um hina fyrstu prédikun, sem flutt var á íslenzka tungu í Vesturheimi, nú fyrir fimtíu árum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.