Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 6
228 og hefir þó ef til vill ekkert spor hans verið þyngra en þaö, þá hann varð að kveða upp í Guðs nafni þungan refsidóm yfir sjálfum fóstra sínum. En orð hans uröu til 'blessunar, og fyrir starf hans og trúmensku var sem nýr andi kæmi í sál þjóðar- innar. Eg skal ekki um þaS fara mörgum orðum, hversu sviplíkt hafi verið með tímamótum þessum hjá ísraelsþjóð og þeim tímamótum, sem voru í sögu íslenzkrar þjóðar um það hil aS fyrsta íslenzka prédikanin var flutt í Vesturheimi á þúsund ára afmæli þjóðarinnar 1874. MeS skírskotun til sögu þeirrar tíS- ar skal það gefiö hugsun tilheyrendanna á vald, að dæma um það, að hve miklu leyti íslenzk kirkja hafi yfirleitt um þaS leyti líkst hinum aldna, sjóndapra Elí, og synir hennar líkst þeim agalausu, óreglusömu Elí-sonum. Hitt veit eg, að upp frá því fór smám saman að rofa fyrir þeim nýja og bjartara degi, sem smám saman hefir runniS og hreiöst með hækkandi sólu yfir andlegt líf á ættjörðu vorri. Ekki skal eg heldur fara mörgum orðum um það, aB hve miklu leyti röddin íslenzka, sem hljómaði í fyrsta sinn i norsku kirkjunni í Milwaukee fyrir 50 árum, og síSan í 40 ár, vestur hér í Ameríku, hefir líkst rödd Samúels, né um þaS, hver áhrif til vakningar og blessunar hún hefir haft á þjóðkirkju ættjarS- ar vorrar. Það skal, sem hitt, gefið hugsun tilheyrandans á vald. Hitt veit eg ljóslega, að Drottinn kallaði á Jón Bjarna- son líkt og Samúel, og Jón Bjarnason svaraði: “Hér er eg, — tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.” Á þeirri stundu var kveikt á “Guðs lampa” hjá nýlendulýðnum vestur-islenzka, og á þeim lampa hefir enn ekki slokknað; þá var og “Guös örk” borin inn í tjaldbúð frumbúanna hér, og í andlegu musteri Vest- ur-fslendinga stendur hún enn og skal standa ávalt, — svo sann- arlega hjálpi oss Guð og hans heilagi andi. Hin bezta gjöf, er Drottinn gefur nokkurri þjóS eSa þjóS- arbroti, er hrein og hjartnæm prédikun Guðs heilaga orös. Þeirrar gjafar Drottins minnumst vér Vestur-íslendingar á þessari hátíðlegu stundu, og viljum þakka Guði af öllu hjarta. En er vér minnumst upphafs hinnar íslenzku prédikunar í þessari álfu, minnumst vér og hinna upphaflegu prédikara orðs- ins vor á meðal. Þeir eru nú inngengnir í eilífa dýrð og lesa þar guðspjöll vizkunnar við albjartan GuSs lampa. Eg hefi þegar mörgum sinnum nefndan frumherjann og foringjann, hann sem guSspjalla-málið -boðaði fyrst og vér allir minnumst

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.