Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.08.1924, Blaðsíða 20
242 því, meS því einu, aS sjómennirnir væru þeirrar skoSunar. ‘En ef eg leyfi þér að syngja, hvaða söngva syngur þú þá; verða það ekki bara venjulegir Negra söngvar?’ En hann sagði: ‘Nei, herra skip- stjóri, þaö er aö eins ein tegund söngva, sem eg syng, en þaö eru andlegir söngvar og sálmar’—og góölátleg alvara lýsti sér á andliti hans. “Um þetta leyti æfi minnar heyrði eg ekki mikið um trúar- brögð og haföi þau ekki i neinum hávegum, svo eg leit beint framan í hann, áður en eg svaraði honum. En svipur hans var svo hreinn, svo þíður og aðlaðandi, að hann eyddi mótþróanum, er í sálu minni bjó, og eg gaf honum leyfi til að syngja sálma fyrir hásetana á Olivia. ‘Lofið Drottinn’, sagði Hiram og stuttu síðar var hann farinn að syngja, og sjómennirnir sögðu, að honum væri sú list jafn- vel gefin, eins og hitt, að matreiða vel. Svo hrífandi var söngur hans, að margir hásetanna tóku undir og sungu viðlögin með sýni- legri hrifningu og gleði. Eg segi þér satt, Miss Were, að það var einkennileg sjón, sem eg mun seint gleyma. Þarna stóð hann á meðal þeirra , en þeir sátu alt í kring um hann. Hiram hafði gler- augu; hann hélt litlu sálmabókinni svo nærri, sem hans eina auga krafðist. Hann hafði sungið lengi, en alt af báðu þeir um einn söng i viðbót. Loks endaði hann með hljómþíðum fögrum sálmi: “Hellubjarg og borgin min”. Þegar hann söng þennan sálm, sá eg tár renna niður kinnar yfirstýrimannsins. Það fór um hann er hann sá, að eg veitti því eftirtekt; hann roðnaði og sagði: ‘Capt. McFadd, systir mín söng þennan sálm, sömu nóttina og hún dó.’ — Eg stóð enn um stund á þilfarinu og var að hugsa um þennan ein- kennilega gamla mann, sem virtist að vera ánægja í því að syngja sálma og vera jafnframt máttugur að vekja gleði í hjörtum annara með söng sínum. Skömmu síðar tók hann fuglabúrið inn og hengdi þáð upp á sinn stað. Þá heyrði eg, að hann var að tala við fuglinn sem hann nefndi “Dickie”, á þessa leið: ‘Eg syng, Dickie minn, eg syng Guði til dýrðar. Hver veit nema Drottinn frelsi skipstjórann, stýrimennina, vélameistarana og hásetana; hver veit, hver veit?’ En Hiram vissi ekki, að neinn væri heyrnarvottur að þessu eintali hans. “Því miður gekk ekki alt eins og í sögu á leiðinni til Havana; og matreiðslumaðurinn átti ekki þvi láni að fagna, að allir skipverjar væru honum vinveittir. Því miður virtist mótspyrna gegn honum að eins einum manni að kennaí en það var maður, sem ráðinn hafði verið í Frisco, sem aðstoðar vélastjóri; bar hann það fyllilega með sér, að hann var rekand á mannlífshafinu, hafði komið drukkinn um borð. Var þó sæmilega mentaður maður og hafði öll einkenni þess, að hafa áður átt betri daga. Hann var dramblátur og fátalaður, virt- ist að hata alla og alt um borð á skipinu, en sérílagi og öllu öðru fremur varð matreiðslumaðurinn þó fyrir hatri hans. Hvort það var af því að hann var Negri, get eg ekki um sagt, en hann einn af

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.