Sameiningin - 01.03.1920, Page 4
68
un og vanatrú og fáránlegar villukenningar liertaka æ
fleiri og fleiri og hi*æðilegur glundroði ríkir í öllum
trúmálum.
Um eiginlegt lilutleysi getur ekki verið að tala í þess-
ari styrjöld; sá sem vill vera lilutlaus, verður áreiðan-
lega hertekinn af liinu vonda valdi áður en hann grunar,
já, svo að segja fyrirhafnarlaust. En hví þá ekki eins
af hinu góða? Er þá Guðsríki ekki eins sterkt og ríki
hins vonda? 1 fljótu bragði sýnist svo stundum, sem
hið i'lla só áhrifameira en hið góða. En það er samt ekki
svo í raun og veru. En styrkur Guðsríkis er í því fólg-
inn, að það tekur engan nauðugan, vill enga þræla, held-
ur frjálsa menn sem sjálfboða. Þess vegna kostar það
áreynslu og vilja-ákvörðun að komast inn í Guðsríki. Þar
á móti þarf enga ákvörðun að taka til þess að komast
mn í ríki hins vonda; það er nægilegt að gjöra ekkert,
vilja ekkert og standa hlutlaus. Án þess svo að segja að
vita af því, renna menn fyrirhafnarlaust þangað nauð-
ugir, viljugir.
Til þess að komast inn í Guðsríki þarf að velja það
með frjálsu vali; til þess að standa í þjónustu hins vonda
þarf ekkert val og enga fyrirhöfn. 1 þessu á það við, sem
.Tesús segir: “Sá sem ekki er með mér, er á móti mér;
sá sem ekki samansafnar með mér, sá sundurdreifir. Það
stendur margur svo, að hann er sér þess ekki meðvitandi,
að hann sé á móti Jesú. Hann getur haft mikla virðingu
fyrir honum og er langt frá því að vera óvinveittur í
liuga Kristi eða málefni liaas, en hann lætur þar við
sitja; hann er of hugsunarlaus, of óafgjörandi, of dáð-
laus til þess að velja; hann lifir ef til vill sómasmlegu
lífi eins og gjörist og gengur, og heldur svo að alt sé í
góðu lagi. En Jesús segir við slíkan mann: “Ef þú
velur ekki að vera, með mér, iþá ertu á móti mér!” Og
þessum sama manni dettur alls ekki í hug að draga aðra
frá Kristi, bara ef þeir láta hann sjálfan í friði. En
Jesús segir við liann: “Þú sundurdreifir!” Þú ert
nefnilega á hinni hliðinni, þótt ]ni liafiú ekki gjört þér
það ljóst.
Það er eftirtektavert, iþað sem Jesús segir í 25. kap.
Matteusar guðspjalls um þá sem fordæmast. Þeir glat-