Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1920, Page 9

Sameiningin - 01.03.1920, Page 9
73 musterisins. Enginn má þar inn ganga, sem ekki hefir lotning í hjarta sínu. Samhliða iþeirri elsku, sem þú ber í hjarta þínu til föðursins, sem er uppspretta allrar gæzku, a þar að ríkja lotning fyrir guðlegri hátign. Óneitanlega er lotningarleysi ein af hinum sérstöku syndum nútíðarinnar. Má vera, að það lotningarleysi stafi, meðal annars, af því, að lotning liðins tíma hafi að einhverju leyti verið á röngum grundvelli bygð. Saman við þá lotning bland- aðist svo oft hjátrú. Menn trúðu því að kirkjuhúsið sjálft og munir þess ættu sér einhvern ytri heilagleik. Sjálfir staðirnir sumir höfðu heilagleik fram yfir aðra staði. En í þeiin skilningi eru allir staðir jafn heilagir. Þó er rétt og heilbrigt að tala um lieilaga staði, ekki samt vegna staðanna sjálfra, lieldur vegna þess, sem þar fer fram. Kirkjan á að vera heilagt liús, ekki vegna efnisins, sem er í veggjum hennar, heldur vegna þess heilaga verks, sem þar á að vinna, að leiða sálir inn í ríki Guðs, ]>roska þær á Guðsríkisveginum og leiða þær æ lengra að lindum hins lielga og liáa. Að flytja mönnun- rnn náðarmeðul Guðs í sannri einlægni, lilýtur að vera heilagt verk, og það er það verk, sem helgar staðina. Lotning er skilyrði fyrir kristilegu lífsstarfi. “Án trúar er ómögulegt Guði að þóknast’, og án lotningar er ómögulegt að trúa, og án liennar er engin sönn bæn til. “Hver sem lítillækkar sjálfan sig, mun upphafinn verða”, segir Jesús. Það er sama og að segja: hver, sem biður í lotningu, verður upphafinn til blessnuar. “En hver, sem upphefur sjálfan sig, liann mun niðurlægjast”, þ.e. að segja, hver, sem lotningarlaust gengur inn í musteri bænarinnar, liefir þess engin not. Inn í liið fagra must- cri sannrar bænar kemst hann aldrei án lotningar. Hversu Ijót synd er þá ekki lotningarleysið! Lotningarlaust líf er það, að gleyma orðinu: þú, sem crt á himnum, og gleyma því, að vér eiguin Guði alt að þakka. Það er að lifa eins og lmnn væri ekki til. van- lielga dag lians, lítilsvirða orð hans, lifa eins og Guð kæmi oss mönnum ekkert við, lifa eins og maðurinn sjálfur væri hið æðsta í tilverunni, sem engum þyrfti reikningsskap af neinu að standa.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.