Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1920, Side 10

Sameiningin - 01.03.1920, Side 10
74 Á þessum tímum, þegar tilhneigingin er sú, að svifta gömlum helgiblæ af öllum lilutum, þegar leitast er við jafnvel að rífa hina helgu bök sundur í tætlur og þegar veraldarhyggja og fjárgræðgi hafa tekið mannssálina slíkum heljartökum, er freistingin til lotningarleysis skelfilega sterk, enda falla menn unnvörpum, þúsundir og millíónir, fyrir þessari freistingu. Yngri og eldri, fjöldi, sem tölu verður ekki á komið, streyma að blótstalli þessa viðbjóðslega goðs daglega og færa því fórnir. Lotningarleysið æðir um alt, fer eins og eldur í sinu. Það er skaðlegri sjúkdómur en tæring eða “spanska veikin.” Foreldrar, bjargið börnunum ykkar frá lotningar- leysinu. Kennið þeim lotningu fyrir guðlegri hátign, og er meira um það vert en alla þá dali, sem þér getið gefið þeim. Fögur framkoma og fallegir siðir geta verið í sam- ræmi við lotningu hjartans. Að beygja höfuð sitt eða krjúpa á kné á tilbeiðslustundum guðsþjónustunnar, eins það að lúta niður biðjandi, þegar komið er inn í kirkj- una, eru fallegir siðir, og ef þeir eru í einlægni viðhafðir, tákna þeir aðdáanlega þá lotningu, sem býr í sérhverju sannkristnu hjarta. Vel minnir Hallgrímur Pétursson é það framferði, sem Guðsliúsi hæfir, í þessu versi: “Þá þú gengur í Guðslxús inn, (gæt iþess vel, sál mín fróma) hæð þii þar ekki herra þinn með hegðun líkamans tóma; beygðu holdsins og hjartans kné, lieit bæn þín ástarkveðja sé; hræsnin mun sízt þér sóma.” Treystum ávalt föðurnum, sem gefur oss allar góð- ar gjafir, og beygjum oss í djúpri lotningu fyrir eilífri liátign hans. Faðir vor, þú sem ert á á himnum. R. M. o

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.