Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1920, Side 13

Sameiningin - 01.03.1920, Side 13
77 i'relsari þinn og að honum þykir óskap vænt um þig og að hann vill ihjálpa þér til að vera gott barm Litli drengur og litla stúlka! Taktu vel eftir því, sem þér er kent um hann. Lærðu að elska hann, og lærðu af honum að vera góður og hlýðinn við foreldra þína og koma vel fram við alla. Og mundu eftir því, að biðja hann á hverjum degi að vera með þér og hjálpa þér. pegar þú biður hann með bamslegri einlægni: “Ó, Jesú, bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína”, þá heyrir hann bæn þína og hjálpar þér til að verða seinna góður maður eða góð kona. Ungi piltur og unga stúlka! pú kemur í kirkju á ferm- ingardeginum þínum. — pú hefir lært barnalærdóminn þinn, og ert kominn til þess að játa opionberlega trú þína. pú finnur, að stundin er alvarleg og hátíðleg, — því það er alt af hátíðleg stund, þegar einhver ungur eða gamall, játar það opinberlega fyrir mönnum, að hann kannist við Jesúm Krist sem frelsara sinn og vilji vera lærisveinn hans. pegar hönd er lögð á höfuð 'þér með bæn alls safnaðar- ins um blessun hins þríeina Guðs yfir æsku þína og æfi- braut alla, þá er með því sagt við þig: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Já, hann vill finna þig, því hann er að biðja þig um að gefa sér hjarta þitt. Hann þekkir betur en þú freistingar æskunnar; hann veit 'betur en þú, hve mikla þýðingu það hefir fyrir lífsgæfu þína alla, að æskulíf þitt sé hreint og óflekkað og að góðar, fagrar og göfugar hugsanir fái að búa í sálu þinni og stjóma þér; hann veit, hve litlu má oft muna, að léttlyndi æskunnar leiði til léttúðar og að glaðværð æskunnar lendi í andlausum glaumi. Og þess \ egna vill meistarinn, vinur þinn, sem er svo ant um þig, fá að vera altaf með þér, svo að hann geti varðveitt þig og hjálpað þér og glætt alt það góða, sem í þér er, — svo að hin bjarta morgumsól æskunnar hyljist ekki svörtum skýj- um ómensku og syndar, áður en hún kemst í hádegisstað, heldur verði að heiðríkju-sólskini manndóms og drengskap- ar, og svo seinna, eftir vel notaðan æfidag, að blíðum kveld- roða fagurrar elli, sem friður Guðs hvílir yfir. Ungi pilt- ur og unga stúlka! Meistarinn biður þig að muna eftir því, að framtíðar gæfa þín er öll undir því komin, hvernig

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.