Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 25
89 Eftir þrjátíu ára forystu sem leiðtogi Sáluhjálparhers- ine á Indlandi, hefir Booth-Tueker nú látið af því starfi, 66 ára gamall. Sem árangur af starfi hans, eru meðal annars 668 stofnanir, sem annast um 27,000 af ölnbogabörnum mannfélagsins. Er það fagur minnisvarði yfir líf hans og starf. Á meðal nýrra þingmanna í neðri deild sambandsþings- ins í Washington, er maður frá Georgia, sem nefndur er W. Upshaw. Hann er Baptista umferðaprédikari (evangelist). Átján ára gamall varð hann fyrir slysi af falli, og var rúm- fastur í sjö ár. En hann varði þeim árum til náms og þroska. Fór hann á þeim árum að semja ljóð og ritgerðir, sem seldust svo vel, að hann gat eignast ökustól og sótt nám á Mercer háskólann. Svo varð hann ritstjóri kristilegs tímarits, The Golden Age. Tekjum sínum í sjö ár varði hann til að hjálpa áfram efnalausu námsfólki. Mikinn þátt átti hann í því, að koma á vínbanni í Georgia, og hafa sið- ferðis og kristileg málefni ávalt átt í honum öflguan tals- mann. — Hann gengur nú við hækju og staf, en er þó snar í öllum hreyfingum, er ræðumaður með afbrigðum, og er ljóst dæmi þess, hvað maður getur gert úr lífi sínu, þrátt fyrir hina mestu örðugleika. j FYRIR UNGA FÓLKIÐ. | pessa deild annast séra F. Hallsi'ínisson. I KÆRLEIKSRÍKT LtF. Eftir séra Harald Sigmar. Alt af og alstaðar var lif Jesú Krists kærleiksríkt. “Hann var foreldrum sínum hlýðinn, og óx og þrotskaðist að vizku og náð hjá Guði og mönnum.” Hann hjálpaði foreldrum sínum dyggilega við daglegu störfin, svo hægt væri fyrir þau að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni, sem lifði við fátækt. Kunnugt er oss líka um það, hversu kærleikríkur hann var í garð nágrann- anna, þeirra, sem hann umgekst, þeirra, sem hann náði til, í jarðneskum skilningi. Og þá er oss ekki síður kunnugt um það, hversu mikill var kærleiki hans til mannanna barna yfir- leitt, þar sem hann tók á sig mannlegt hold, og varð maður

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.