Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1920, Page 28

Sameiningin - 01.03.1920, Page 28
92 Og hvernig á sao aö lifa kærleiksríku lífi fyrir heiminn í heild sinni? pað gjörum vér fyrst og fremst með því að leggja lið, á þann hátt sem oss er unt, hverju alheims velferðarmáli. Má þar nefna til dæmis: heiðingjatruboðið, alheims-frið, bandalag þjóðanna til þess að efla réttlæti og kærleika, jöfnuð, alheims- bindindi og fleira. Alt þetta miðar í þá átt, að færa mann- heiminum sælu og flytja guðsríki inn í mannlífið á jörðinni. Sá, sem ií þessum heimi býr með því augamiði að þjóna og gjöra heiminn að einlhverju 'leyti betri, hlýtur að lifa i heim- inum kærleiksríku lífi. 0g isvo það, sem mest er um vert, að lifa í trúarsamfélagi við Drottin, mleð lifandi trú í hjarta á frelsarann, trú, sem ait af opiberast í framkomu og verki. Sá, sem það gjörir, hlýtur að lifa kærleiksríku Mfi. Ef vér þannig reynum að lifa kærleiksríku lífi, bæði heima fyrir og út á við, þá erum vér að feta í fótspor frelsara vors, og um leið að hjálpa til að útbreiða hans náðarríki, og -stuðla að því að sú tíð komi, að: “Frá heimskauti einu til annars það nær, pótt önnur tré falli, þá sífelt það grær. Pess greinar ná víðar og víðar um heim, Unz veröildin ölll fær sitt skjól undir þeim.” Bandalögin. Bandalögunum hefir nokkuð fækkað á síðastliðnum árum, og er það illa farið. pví það er mikili styrkur hverj- um söfnuði, að unga fólkið hafi með höndum reglubundið kristilegt starf; og um leið er það mikil uppbygging og góð æfing fyrir unga fólkið sjálft. En gleðiefni er það, að sum Bandalögin eru vel vakandi og starfandi af trúmensku. Hjá Bandalagi Selkirk safnaðar hefir meðlimafjöldi allmjög aukist. Frá því er nýkomin skýrsla um starf þess á síðastliðnum tveim árum, og eru hér nokkur atriði úr þeirri skýrslu. Bandalagið hefir skift sér í tvo flokka, og hefir verið samkepni þeirra á miili um þetta þrent: að sækja sem bezt fundi, sjá um fundarefni. til uppbyggingar og skemtunar, og hafa saman fé til félagsþarfa, og hefir það fyrirkomulag géfist vel. Selkirk söfnuður á samkomuhús gott á kirkjulóðinni, og er það notað fyrir sunnudagsskólann og til fundarhalda. pegar söfnuðurinn í hitt eð fyrra eignaðist það hús, lagði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.