Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 32

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 32
96 það, hvernig Drottimn hjálpaði honum til sigurs. 6. Hvar voru flokkarnir með herbúðir sínar? í dalnum, sem liggur austur af Esdraelon sléttunni (sem líka heitir Jesreel slétta), og niður að Jórdan. Herbúðir Gideons fyrir sunnan dalinn við fjallið Gilboa; en herbúðir hinna að norðanverðu við Mórehæð eða Litla Hermon, og á siléttunni fyrir vestan (6, 33 og 7, 1); þeir, óvinimir, svo miklu fleiri. 7. Hvað sagði Drtotinn nú við Gideon? Liðið er of margt, sem með þér er (2). 8. Hví sagði Drottinn það, þar sem lið Gideons var miklu færra? Hann vildi láta þjóðina sjá og finna það, að sigurinn var ekki fjöldanum að þakka, heldur Guði (2). 9. Hvað gerði Gideon? Hann sagði öllum, sem hræddir væru, að hverfa heim aftur, og 22 þúsundir sneru aftur. 10 þúsundir urðu eftir (3). Gilead- fjaíl, sem nefnt er hér, er annað hvort sama og Gilboa, eða aust- urhluti þess hefir heitið svo En Drottinn sagði, að enn væri liðið of margt. Og segir fyrir, hvernig hann skuli velja úr þá, sem bezt voru vakandi og bezt vald höfðu yfir sjálfum sér. pað sýndi sig á því, hvernig þeir drukku (4-6). Sbr. ensku þýð- inguna á 6. v. bæði eldri og nýrri, og eins eldri iþýð. íslenzku. Samkvæmt þeim ætti 5. v. að enda á “krjúpa á kné”; og 6. v. að vera: “peir, sem löptu vatnið með lófa sínum, sem þeir færðu upp að munnni sér,” o.s.frv. 10. Hver var skipun Guðs nú? Að láta atla fara heim 'til sín nema þá 300, er stóðust prófið. Hann gefur Gideon fyrinheit um að sigra með þeim (7). Svo segir frá undirbúningnum og för Gideons um nóttna, með Pura, sveini sínum, ofan til herbúða óvinanna. þar heyrir hann draum, sem maður var að segja félaga sínum. pað styrkir hann í trú hans á sigur. Hann fellur fram fyrir Drotni og þakkar honum. Snýr svo til. manna sinna. (8-15). 11. Hvað gerir Gideon svo? Hann raðar mönnum sínum niður og segir þeim hvernig þeir þá um nóttina skuli ráðast á óvinina. En fullviss- ar þá fyrst um það, að Guð gefi þeim sigur, Svo er sagt frá áhlaupinu og flótta óvinanna (16-21). — 12. Hvað eigum við að læra af lexíunni? a. Að vansæla vor er að gleyrna Guði, en blessun að halda okkur að honum. b. Að við eigum að trúa Guði, þegar hann kallar okkur í orði sínu, og hlýða. c. Vissan um, að hann er með okkur, á að gera okkur hugrökk. Og honum eigum við að gefa dýrðina. ---------o---------- Gjafir til kirkjubyggingarinnar í Selkirk. Arthur H. Johnson, Mozart, Sas'k., $10. Jóhann Briem, Biverton, Man., $5. Séra O. S. Thorláksson og frú hans, Na- goya, 12 pund sterlings (War Savings.) Hjartans þakkir fyrir hönd Selkink-safnaðar. N. Stgr. Thorlaksson.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.