Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 3
99 Nærri öll tímarit liafa hækkað í verði. 0g þegar borið er saman við önnur rit, verður ekki sagt, að Sam- einingin sé dvr á hálfan annan dollar. Bjarmi auglýsir, að verð hans færist upp í $1.50. Syrpa, sem er álíka stór og Sam., kostar $2.50 síðan liún varð mánaðarrit. Þau blöð ein og rit, sem hafa miklar auglýsingar, geta borið sig án þess verð sé hækkað til mikilla muna. Ef kirkjufélag vort liygst að halda áfram útgáfu blaðs síns, sem elzt er allra íslenzkra blaða í Yestur- heimi, verða menn að vera fúsir og viðbúnir að sæta sömu kostum og aðrir og þola dýrtíðina að þessu leyti sem öðru. Gróðir rnenn og drenglvndir, ahtu nú margir til þess að verða, að styðja blaðið með sérstöku örlæti. Eitt tímarit enskt varð fyrir því láni, er eins var ástatt fyrir því og Sameiningunni nú, að einn vinur þess og kaup- andi sendi því finnn þúsund dollara, svo ekki þyrfti að hæ'kka verðið það árið. Bræður, verum samhuga og samtaka, og látum ekki bugast af erviðleikum þessarar tíðar. Guð er með oss og bætir úr hverri þörf. Björn B. Jónsson. Sumarmál. Og aldrei skilur önd mín betur, að ertu Guð og faðir minn, en þegar eftir vlluvetur mig vermir aftur faðmur þinn, og kærleiksdjósið litla mitt fær líf og yl við hjarta þitt. M. J. Veturinn, óvenjulega langur og óvenjulega kaldur, er nú loks að kveðja. Mörgum var hann erviður. Marg- ir áttu bágt. En Guð gleymdi ekki börnum sínum. Fað- irinn á himnum verndaði oss og blessaði í hríðum og kulda vetrarins langa. Gleymum ekki að þakka Guði velgerðir hans, er vér nú kveðjum veturinn, þakka hon- um með lirærðum liuga í Jesú nafni. Sumarið er komið með sól og blíðu. Glaðir og þakk- látir heilsum vér því og bjóðum það velkomið í Jesú nafni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.