Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1920, Blaðsíða 12
108 skap. Þar sést, livernig ólærð alþýðusálin gat farið undur-vel og heilaglega nleð lítil efni, sér til ómetanlegr- ar blessunar. En nýja fáfræðin er ekki þessu lík. Hún veit ekki af sér; liefir ekki hugmynd um ástand sitt. Þetta er ekki hroka-blindni, nema þá hjá einstöku mönnum, Keldur ofur-eðlilegur misskilningur. Fákunnandi nútíðarmað- inn trúir því alloftast í hjartans einlægni, að hann viti heilmikið. 0g, hví skyldi hann ekki hafa þá trúf Hefir liann ekki setið á skólabekknum árum saman, oft og tíð- um uppgefinn af oflestri? Hefir hann ekki verið látinn læra heimsins kynstur af alls konar fræðigreinumf Eðli- lega finst honum, að hann hljóti að vita ósköpin öll. Hitt kemur honum sjaldan til hugar, að mikill hluti þessarar skólafræðslu var honum enginn happavegur, enginn gróði, meðan á náminu stóð. Hann leit á hana sem skyldukvöð, eða þreytandi dagsverk. Mikið af lærdóm- inum varð fyrir þá sök ekkert annað en ófrjó yfirborðs- þekking, sem aldrei var könnuð djúpt né hafði sterk áhrif á sál lians. Sú þekking, sem í þeim anda var meðtekin, reynist auðvitað fremur ódrjúgt veganesti síðar meir. En eðlilega fer þessi hlið málsins fram hjá flestum mönn- um. Þeir kannast ekki við ódrýgindin. Maðurinn er nú einu sinni svo gjörður, að hann færir flest til betri vegar fyrir sjálfum sér. Svo glepur j>að líka fyrir, að þegar eittlivað er nefnt á nafn, sem að fræðum lýtur, þá lætur það slíkum manni kunnuglega í eyrum, hann liefir lieyrt þess getið áður og jafnvel lesið eitthvað um það einhvers staðar. Eðlilega finst lxonuin liann þekkja hlutinn, þegar hann kannast við nafnið. TJm þess konar sjálfsblekking eru allir menn sekir, meira og minna. — Af öllu þessu leiðir svo það, að nýja fáfræðin liefir litla hugmynd um ástand sitt. Hana skortir fyrir 'þá sök þessa óánægju með sjálfa sig, þessa lotning fyrir vizkunni, þessa fróðleiks-þrá, þennan ávaxtarsama trúleik yfir litlu, sem einkendi fákunnáttu fvrri kynslóða. Hvað skal nú segja um orsakirnar? Ekki er mann- vitið í afturför; það sést á afrekum þeirra manna, sem á e.nnað borð vaka. Aldrei hefir hinn sann-upplýsti, hugs-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.